Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 357
TVIHEIMAR
Varanleg kjör þeirra sem lifa við tiltölulegt valdaleysi og minnihluta-
stöðu réttlætir þjóðhverfar aðferðir við að lifa af og gerir þær tiltölulega
meinlausar - til dæmis þær að auðkenna líkama sinn með sérstökum hætti
(með öðruvísi klæðaburði, hárgreiðslu, umskurði), eða að einskorða góð-
verk og sjálfshjálp samfélagsins við „oltkar fólk“. Þegar um er að ræða
aðstæður viðvarandi sögulegrar útlegðar - eða það sem jafngildir því, út-
legð sem lýkur aðeins með komu Messíasar - er þjóðhverft sjónarmið að-
eins ein aðferð, aldrei algilt markmið í sjálfu sér. Tvíheimahugmyndafræði
rabbína, sem þróast hefur í tuttugu alda sögu tvístrunar og sældr til biblíu-
hefðar, sem er gagnrýnin á konungsveldi Davíðshefðarinnar og á aliar
kröfur um upprunaleika í „landinu", er í raun framhald á „farand“-þætt-
inum í eldri gyðingdómi. Að mati Boyarin-bræðra er þetta meginstraum-
urinn í sögulegri reynslu gyðinga. Þeir halda því skýrt fram að lausn
Zíonista á tvíheima-„vandamálinu“, sem þeir sjá aðeins á neikvæðan hátt
sem galut (,,útlegð“), „grafi undan menningu gyðinga og það sé ekki
hápunktur hennar ... að fanga gyðingdóminn í ríkinu“.72 Þeir sækja til
verka W. D. Davies73 og fleiri og undirstrika tvíbendnina í hefð gyðinga,
allt frá tímum Biblíunnar til vorra daga, hvað varðar kröfur til landsvæðis
sem undirstöðu sjálfsmyndar. „Endurkoma“, skilgreind sem einkaeign
„landsins“ er ekki hin eina rétta niðurstaða á sögu gyðinga. Jonathan
Boyarin andmælir þjóðar- og þjóðernisalræðisstefitu Zíonista í samtím-
anum og segir: „Við gyðingar ættum að viðurkenna þann styrk sem hlýst
af fjölbreyttri samfélagstilhögun og samsöfnun fólks, bæði meðal gyðinga
og meðal okkar fjölmörgu hinna. Við ættum að viðurkenna að samvistir
við þessa hina er ekki ógn, fremur felast í þeim lífskjör okkar.“74
Með greinargerð sinni um tvíheima reyna Boyarin-bræður að setja bæði
fram líkan af (sögulegri reynslu gyðinga) og líkan fyrir (samblendings-
sjálfsmyndir samtímans). Það markmið kemur greinilega fram í eftirfar-
andi kafla:
Menningarleg sjálfsmynd tvíheimanna segir okkur að það að
vernda menningu gegn „blöndun" varðveitir hana ekki, líklega
getur hún aðeins lifað áfram sem afurð slíkrar blöndunar. Menn-
72 Sama rit, 722 og 724.
73 W.D. Davies, The Territorial Dimension ofjudaism, Minneapolis: The University
of Minnesota Press, 1992.
74 Jonathan Boyarin, Storm from Paradise: The Politics of Jerwish Memory, Minnea-
polis: University ofMinnesota Press, 1992, bls. 129.
355