Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 323
TVIHEIMAR
menningarlegu form sem lýst er og settar eru fram kenningar um í mann-
fræði og fjö 1 menningarfræðum samtímans.5
Aguililla-fólkið, sem ferðast milli Kaliforníu og Michoacán-fylkis, er
ekki tvíheimabúar, en venjur þess og menning brottflutningsins bera þó
merki um tvíheima, einkum hjá þeim sem dvelja um lengri tíma í Red-
wood-borg eða til frambúðar. Þegar á heildina er litið býr það Aguiiilla-
fólk sem á heimili á tveimur stöðum á mærum, vettvangi kerfisbundinna
og umbyltandi ferða yfír landamæri. Rouse gengur út frá þessari þver-
þjóðlegu forsendu í allri grein sinni og gefur henni sérstakan táknsögu-
legan kraft með því að birta ljósmynd af hinu fræga brúðkaupi Guillermo
Gómez-Pena og Emily Hick, sviðsettu af Border Arts vinnusmiðjunni í
San Diego-Tijuana þar sem frontera Bandaríkjanna og Mexíkó molna nið-
ur í Kyrrahafið. Fræðimenn sem Ijalla um mæramenningu hafa nýlega
haldið því fram að sögur og menning farandfólks, sem fyrrum voru á jaðr-
inum, skipi nú þýðingarmikla miðlæga stöðu.6 Slíkar nálganir eiga sitt-
hvað sameiginlegt með frumforsendu tvíheimanna. En landamærasvæði
eru sérstök á þann hátt að þar er gengið út frá landsvæði sem afmarkað er
af landfræðilega pólitískri línu; tvær hliðar sem aðskildar eru af geðþótta
og sæta gæslu en tengjast einnig með löglegum og ólöglegum ferðum og
samskiptum yfir landmærin. Þegar um tvíheima er að ræða er yfirleitt
gengið út frá lengri fjarlægðum og aðskilnaði sem minnir meira á útlegð:
bann við endurkomu er innbyggt eða henni frestað til fjarlægrar fram-
5 Itarlega er íjallað um sambærilega braut sem tengir Dóminíska lýðveldið og New
York hjá Sherri Grasmuck og Patricia R. Pesar, Between Two hlands: Dominican
Intemational Migration, Berkeley: University of California Press, 1991. Sjá einnig
Karen McCarthy Brown, Mama Lola: A Vodou Priestess in Brooklyn, Berkeley:
University of California Press, 1991; Michael M.J. Fischer og Mehdi Abedi,
Debating Muslims: Cultural Dialogues in Postmodemity and Tradition, Madison:
University of Wisconsin Press, 1990; George Marcus og Michael M.J. Fischer,
Anthropology as Cultural Critique: An Experimental Moment in the Human Scicnces,
Chicago: University of Chicago Press, 1986, bls. 94 þar sem fmna má etnó-
grafíska texta sem snúast um fleiri en einn stað.
6 Gloria Anzaldúa, Borderlands/La Frontera: The New Mestiza, San Francisco: Spin-
sters/Aunt Lute, 1987; Criticism in the Borderlands: Studies in Chicano Literature,
Culture and Ideology, ritstj. Hector Calderon og José Saldívar, Durham: Duke
University Press, 1991, Juan Flores og George Yúdice, „Living Boarders/Bus-
cando America", Social Text 24/1990, bls. 57-84; Emily Hicks, Border Writing: The
Midtidimcnsional Text, Minneapolis: University ofMinnesota Press, 1991; Renato
Rosaldo, Culture and Truth: The Remaking ofSocial Analysis, Boston: Beacon Press,
1989.