Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 329
TVIHEIMAR
En er tvíheimamenningin ávallt and-þjóðernissinnuð? Hvað um löng-
un eftir eigin þjóðerni? Andóf gegn aðlögun getur tekið á sig þá mynd að
endurheimta aðra horfna þjóð, sem er annars staðar í tíma og rými, en er
kraftmikil pólitísk mynd hér og nú. And-þjóðernissinnuð þjóðernishyggja
er að sjálfsögðu til og ég vil ekki gefa í skyn að menningarpólitík tvíheima
sé á einhvern hátt laus við þjóðernisleg markmið eða þjóðrembingslegar
fyrirætlanir. Raunar kemur sum ofbeldisfyllsta tjáningin á hreinleika og
útilokun kynþátta frá íbúum tvíheima. En slík orðræða er yfirleitt vopn
þeirra sem eru (tiltölulega) veikburða. Mikilvægt er að greina helstu þrá
þjóðernissinna, og nostalgíska sýn eða sýn sem gengur út frá heimsslitum,
frá raunverulegri uppbyggingu þjóðar - með hjálp herafla, skóla, lögreglu
og fjölmiðla. „Þjóð“ og „þjóðríki“ eru ekki eitt og hið sama.16 Akveðin
forskriftar-andþjóðernishyggja, í brennidepli nú vegna hryllingsins í
Bosníu, þarf ekki að byrgja okkur sýn á ólíkar kröfur hinna ríkjandi og
hinna þrúguðu. Tvíheimar hafa sjaldan stofnað þjóðríki. Helsta dæmið er
Israel og slíkar „heimkomur“ eru, samkvæmt skilgreiningunni, andstæða
tvíheimanna.
Burtséð frá því hver hugmyndafræði þeirra er um hreinleika geta birt-
ingarmyndir tvíheimamenninga, þegar til kastanna kemur, aldrei fyrst og
síðast verið þjóðernissinnaðar. Þeim er beitt í tengslanetum sem ná þvert
á þjóðir og eru fléttuð úr margöldum tryggðarböndum og tákngera að-
ferðir við aðlögun í gestgjafalöndum og að venjum þeirra sem og
mótspyrnu gegn þeim. Tvíheimar eru frábrugðnir ferðalögum (þótt þeir
markist af ferðavenjum?) að því leyti að þeir eru ekki tímabundnir. I þeim
felst dvöl, varðveisla samfélaga, að eiga sameiginlegt heimili fjarri heiina-
högum (og í þessu eru þeir frábrugðnir útlegð, þar sem einstaklingurinn
og síðar, þegar nýir hópar koma inn og varðveita tengsl við ættjörðina og síðari
kynslóðir endurheimta þau. Tvíheimahópar „missa“ reglulega meðlimi yfir til
ríkjandi menningar.
16 Um gyðinglegan and-Zíonisma má til dæmis lesa í riti „tvíheima þjóðernissinn-
ans“ Simons Duhnows, „Diaspora“, Encyclopedia of the Soáal Sáences, New York:
Macmillan, 1931, hls. 126-130 og Nationalism and History: Essays in Old and New
Judaism, Philadelphia: Jewish Publication Society of America, 1958, en veraldleg
hugsjón hans um „sjálfsforræðishyggju" dró upp menningarlega/sögulega/and-
lega „þjóðernis“-sjálfemynd sem var óháð landsvæði eða pólitík. I (ó)réttrúnaðar-
anda hafa Jonathan og Daniel Boyarin fært rök fyrir því að ströng heimsslitasýn,
sem snýst um „endurkomu" í lok sögulegs tíma, geti leitt af sér róttæka gagnrýni
á bókstafetrú Zíonista („Diaspora: Gencrational Ground of Jewish Identity",
CriticalInquiry 19,4/1993, bls. 693-725).