Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 82
JACQUES DERRIDA
tungumál og ein og sömu orð. Sem þeir höfðu yfirgefið átthag-
ana fundu þeir sléttu í landi Sínear og bjuggu þar. Þeir sögðu
hver við annan: Komum! hnoðum tígulsteina og herðum þá í
eldi. Og tígulsteinarnir komu í stað grjóts og jarðbikið í stað
steinlíms. Og þeir sögðu aftur: Komum! byggjum okkur borg
og turn sem nær til himins og gerum okkur nafn til að við
tvístrumst ei um allt yfirborð jarðarinnar.
Ekki veit ég hvernig túlka á skírskotunina um að eitt byggingarefni komi
í stað annars eða breytist í annað, þegar tígulsteinninn verður að grjóti
og jarðbikið að steinlími. Þetta ber þegar keim af þýðingu, þýðingu á
þýðingunni. En látum kyrrt liggja og teflum fram annarri þýðingu í stað
hinnar íyrri. Það er þýðing Chouraquis. Elún er nýleg og leitast við að
vera orðréttari, næstum verbumpro verbo sem Cicero sagði reyndar, í ein-
um íyrstu heilræðunum til þýðenda sem er að finna í verki hans Libellus
de optimo genero oratorum, að ætti fyrir alla muni að forðast. Elún hljóðar
þannig:
Hér eru synir Shems / fyrir ættflokka þeirra, fýrir mngur
þeirra, / á jörðum þeirra, fyrir þjóðir þeirra. / Þar eru ættflokk-
ar Nóasona fýrir hetjudáð þeirra hjá þjóðum þeirra: / frá þeim
síðari kvíslast þjóðirnar um jörðina, eftir flóðið. / Og þetta er
öll jörðin: ein og sama vör, sömu orð. / Og það er eftir brott-
för þeirra að austan: þeir finna lágsléttu, / í landi Sine’ar. / Þeir
setjast þar að. / Þeir segja, hver við sinn líka: / „Komum, tigl-
um tigulsteina, / Eldum þá í eldinum.“ / Tigullinn verður þeim
steinn, jarðbikið kalk. / Þeir segja: / „Komum, byggjum okkur
borg og turn. / Toppur hans: til himnanna. / Gerum okkur
nafn, / til að við séum ekki tvístraðir um yfirborð allrar jarðar-
innar.“
Hvað kemur fyrir þá? Með öðrum orðum, fyrir hvað refsar Guð þeim
með því að gefa nafn sitt, eða öllu heldur, því hann gefur það ekki neinu
né neinum, með því að lýsa yfir nafni sínu, eiginnafninu „ruglingur“ sem
verður merki hans og innsigli? Refsar hann þeim fyrir að hafa viljað
byggja eins hátt og himnarnir? Fyrir að hafa viljað komast þangað sem
hæst er, að hinum hæsta? Má vera, eflaust líka, en óumdeilanlega fýrir að
hafa viljað með þessu gera sér nafn, gefa sjálfum sér nafnið, smíða sér
80