Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 203
TVISTRUN ÞJOÐARINNAR
fundið áhugaverðari ímynd af sjálfri sér en í fjölbreyttu tungutaki bók-
menntafræðinnar sem reynir að lýsa hinum mikla krafti hugmyndarinn-
ar um þjóðina eins og hann afhjúpast í hversdagslífí hennar, í áhrifarík-
um smáatriðum sem verða að myndhverfingum um líf þjóðarinnar. Þetta
minnir mig á frábæra lýsingu Bakhtins á sýn á birtingu þjóðar í verki Goet-
hes Italienische Reise, sem sýnir sigur raunsæisþáttarins yfir hinum róm-
antíska. Raunsæisleg frásögn Goethes skapar þjóð-sögtdegan tíma sem
gerir ákaflega ítalskan dag sýnilegan með nákvæmri lýsingu á því hvern-
ig tíminn líður: „Bjallan hringir, farið er með bænirnar, þjónustustúlkan
kemur inn í herbergið með ljós á lampa og segir: Felicissima notte! ... Ef
þýskri klukku vœri þröngvað upp áþau, þá mynclu þau ekki vita hvað þau ættu
að gera við hana. “13 Að mati Bakhtins er það sýn Goethes á hinn lágværa,
sjálfsagða, og ef til vill handahófskennda, slátt hversdagslífsins á Italíu
sem afhjúpar djúpstæða sögu þess hvar það gerist (Lokalitát), hvernig
sögulegur tími verður áþreifanlegur í rýminu, „þessi staðsetning verður
mennsk á skapandi hátt og hluti af jarðnesku rými umbreytist í stað þar
sem fólk lifir sögu sína“.14
Að nota landslag endurtekið sem myndhverfingu um innra-landslag
þjóðarvimndarinnar undirstrikar eiginleika birtunnar, spurninguna um
þjóðfélagslegan sýnileika, hæfileika augans til að náttúrugera mælskulist
þjóðernisvitundarinnar og sameiginleg tjáningarform hennar. Samt sem
áður er annað tímalag alltaf nálægt sem truflar það hvernig þjóðin kem-
ur fram í samtímanum, eins og við sáum í þjóðernisorðræðunni sem ég
talaði um í byrjun. Þrátt fyrir áherslu Bakhtins á það hvernig þjóðin birt-
ist á raunsæislegan hátt í verki Goethes þá viðurkennir hann að upphaf
sjónrænnar nálægðar þjóðarinnar sé afleiðing átaka í frásögninni. Bakhtin
segir að bæði hugmyndir raunsæisins og rómantíkurinnar um tímann séu
til staðar í verki Goethes frá upphafi en í því formgerðarferli sem gerir
tímann sýnilegan, er stöðugt stigið yfir hið draugalega (Gespenstermássig-
es), hræðilega (Unerfreuliches), og óútskýranlega ifJnzuberechnendes)-.
„Nauðsyn fortíðarinnar og nauðsyn þess að hún eigi sér sinn stað í sam-
felldri þróun ... að síðustu er sjónarmið fortíðarinnar tengt við nauðsyn-
lega framtíð”.15 Þjóðartíminn verður áþreifanlegur og sýnilegur í þeirri
13 M. Bakhtin, Speech Genres and OtherLate Essays, C. Emerson andM. Holquist ritstj.,
VW. McGee þýð., Austin: University of Texas Press, 1986, bls. 31.
14 Sarni, bls. 34.
15 Sami, bls. 36 og víðar.
201