Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 46
ELAINE SHOWALTER
menntarýni „líktist meira safni aðferða sem nota megi hver í annarrar
stað en einhverri heilsteyptri stefnu eða sameiginlegum markmiðum“.4
Síðan þá hafa yfírlýst markmið femínismans ekki verið samræmd svo að
merkja megi. Svartir gagnrýnendur mótmæla „allsherjarþögn“ femín-
ískrar gagnrýni um svarta og þriðja heims kvenrithöfunda og óska eftir
svörtu, femínísku innsæi sem geri bæði kynþátta- og kynjapólitík skil.
Marxískir femínistar gera mikið úr því að stéttarstaða hafi jafnmikil áhrif
á bókmenntasköpun og kynferði.5 Bókmenntasögurýnar reyna að draga
fram týnda hefð. Gagnrýnendur, þjálfaðir í aðferðum afbyggingar reyna
að „skapa nýja bókmenntarýni sem er bæði textalæg og femínísk“.6
Fylgjendur Freuds og Lacans leitast við að skilgreina tengsl kvenna við
tungumálið og merkingu þess.
Til að byrja með var erfitt að setja femíníska gagnrýni í fræðilegt sam-
hengi vegna andstöðu margra kvenna gegn hvers kyns hömlum eða
tamningu á tjáningu og krafti kvennahreyfingarinnar. Femínísk
gagnrýni var opin og það höfðaði sérstaklega til bandarískra kvenna sem
þótti deilurnar um strúktúralisma, póststrúktúralisma og afbyggingu á
áttunda áratugnum þurrar og markaðar af falskri hlutlægni. Þær báru öll
merki hinnar varhugarverðu karllegu orðræðu sem margir femínistar
voru að reyna að komast frá. I Sérherbergi minnist Virginia Woolf þess
er henni var meinaður aðgangur að háskólabókasafninu, táknrænu must-
eri hins karllega logos. Hún komst svo skynsamlega að orði að þrátt fýr-
ir að það sé „óskemmtilegt að vera lokuð úti ... er hugsanlega enn verra
að vera lokuð inni“. Femínistar sem voru á móti fræðilegri nálgun áttu
sér fyrirmyndir í Woolf og öðrum frumherjum femínismans eins og
Mary Daly, Adrienne Rich og Marguerite Duras sem hentu gys að hinni
steingeldu sjálfsdýrkun í fræðiiðkun karla og fögnuðu útilokun kvenna
frá þeim vettvangi. Fyrir sumum var femínisminn því virk andspyrna
4 Annette Kolodny, „Literary Criticism,“ ritdómur, Signs 2 (vetur 1976), bls. 420.
5 Meira um gagnrýni svartra, sjá Barbara Smith, „Toward a Black Feminist Critic-
ism,“ í þessari bók [The New Feminist Criticism (1985)], bls. 168-85, og Mary Helen
Washington, „New Lives and New Letters: Black Women Writers at the End of the
Seventies", College English 43 (janúar 1981), bls. 1-11. Um marxíska gagnrýni, sjá
„Womens’ Writing,“ Ideology and Consciousness 3 (vor 1978), bls. 27^-8, eftir The
Marxist-Feminist Literature Collective, greining sem nokkrir bókmenntafræðingar
unnu í samvinnu, á nokkrum 19. aldar skáldsögum eftir konur sem leggja kyn, stétt
og bókmenntaframleiðni að jöfnu sem textalega áhrifaþætti.
6 Margaret Homans, Women Writers and Poetic Identity: Dorothy Wordsworth, Emily
Bronte andEmily Dickinson (Princeton, N.J.: Princeton University Press, 1980), bls. 10.
44