Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 94
JACQUES DERRIDA
þessari kröfu til Annars sem þýðanda við eitthvert ógleymanlegt augna-
blik lífsins: það skynjast sem ógleymanlegt, það er ógleymanlegt jafnvel
þótt gleymskan endi í raun og veru með að hafa betur. Það hefur verið
ógleymanlegt, hér er hin eðlislæga merking, hið apódiktíska eðli þess,
gleymskan sem hendir hið ógleymanlega er aðeins tilfallandi. Krafan um
hið ógleymanlega - sem í þessu sambandi er frumþáttur - skerðist ekki
hið minnsta af takmörkum minnisins. A sama hátt rýrnar krafan um
þýðingu engan veginn þótt hún sé ekki uppfyllt; að minnsta kosti rýrnar
hún ekki að því leyti að vera sjálf formgerð verksins. Hin afkomandi vídd
er í þessum skilningi a priori - og þar um mundi dauðinn engu breyta.
Ekki frekar en kröfunni (Fordenmg) sem fer um upprunalega verkið og
sem aðeins „hugsun Guðs“ getur svarað eða samsvarað (entsprechen)■
Þýðingin, óskin um þýðingu er óhugsandi án þessarar samsvörunar við
hugsun Guðs. I textanum frá 1916 sem þá þegar tengdi verkefni þýðand-
ans, Aufgabe hans, svarinu sem veitt er við málgáfunni og nafngjöfinni
(Gabe der Sprache, Gebung des Namens), nefndi Benjamin Guð á þessum
stað, þessum stað samsvörunar sem heimilar, gerir mögulega eða tryggir
samsvörun milli þeirra mála sem takast á í þýðingu. I þessu þrönga sam-
hengi var jafnt um að ræða tengsl milli máls hlutanna og máls mannanna,
milli hins mállausa og hins mælandi, hins nafnlausa og hins nefnanlega,
en reglan gilti vafalaust um allar þýðingar: „hlutlægni þessarar þýðingar
er tryggð í Guði“ (þýð. M. de Gandillac, bls. 91). Skuldin myndast, í
upphafí, í holrúmi þessarar „hugsunar Guðs“.
Einkennileg skuld, sem bindur enga manneskju annarri. Ef formgerð
verksins er „afkoma“, bindur skuldin ekki gagnvart meintum undirsáta-
höfundi frumtextans - hinum dauða eða dauðlega, hinum hjásitjandi höf-
undi textans - heldur gagnvart öðru sem hibformlega lögmál stendur fyr-
ir í íveru frumtextans. Þessu næst bindur skuldin ekki til að setja saman
afrit eða góða eftirmynd, trygga staðgöngu frumtextans: hann, hinn af-
komandi, er sjálfur á leið gegnum umbreytingarferli. Frumtextinn gefur
sig við að breytast, þessi gjöf er ekki á gefnum hlut, hún lifir og kemst af
við umbreytingu: „Því í framhaldslífí sínu, sem verðskuldaði ekki slíkt
heiti ef það væri ekki umbreyting og endurnýjun hins lifandi, breytist
frumtextinn. Jafnvel hörðnuð orð eiga eftir að fara í gegnum eftirþrosk-
un.“
Eftirþroskun (Nachreife) lífrænnar heildar eða sæðis: hér er ekki held-
ur, einfaldlega, um myndhvörf að ræða, af þeim ástæðum sem þegar hef-