Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 197
TYISTRUN ÞJOÐARINNAR
ið er á sem hreint og ómengað og telur þess í stað að framsetning allrar menn-
ingar eigi sér stað í „þriðja rýminu“ þar sem ólíkindin koma saman, en skapa þó
eitthvað annað en einbera summu ólíks uppruna. Enskur titill greinarinnar,
„DissemiNation", kallast á við rit Jacques Derrida, La dissémination, þar sem
sundrun eða frestun í tungumálinu er til umfjöllunar í samhengi djúpstæðrar að-
greiningar bókmennta og heimspeki í vestrænni fræðahefð. Það má segja að
Bhabha millifæri afbyggingu tungumálsins yfir í orðræðu (þjóð)menningarinn-
ar þannig að „menningin" sem okkur hefur lengi langað að skilja sem kjarnann,
það sem er fjærst jaðrinum, verði einungis skilin sem sköpunarverk samstuðs
sjálfsins og framandleikans. Yfirskrift greinarinnar kallar fram hugrenninga-
tengsl þar sem einsleitni þjóðarinnar, nation, er splundrað, tvístrað. Viðfangsefn-
ið er þannig sköpunin sem á sér stað á gráu svæði, einskismannslandi, á mærum
þess og hins, hvorki né - menningin verður til á þessu óræða svæði þar sem
merkingin er aldrei í hendi, ávallt margræð, tvíbendin.
I upphafi ritgerðasafnsins The Location of Culture vitnar Bhabha til texta
bandaríska söngvaskáldsins Jonny Mercer. Tilvitnunin endar á orðunum „Don’t
mess with Mister In-be-tween“. I viðtölum á hann það til að draga persónu sína
inn í hagkerfi tvíbendninnar, jafnvel þannig að maður fær á tilfmninguna að það
sé Bhabha sjálfur sem sé þessi náungi, herra Inn A. Milli. Hann vitnar gjarnan
til þess að hann sé hvorki múslími né hindúi, heldur Parsi - af þjóðarbroti sem
hefur haft orð á sér fyrir að vera milligöngumenn í fjölmenningarsamfélagi Ind-
lands. Móðurfjölskylda Bhabha ber nafnið Dubash, sem að sögn þýðir „skipa-
miðlari“ (og lýsir starfsemi fjölskyldufyrirtækisins) og er skylt orðinu „doubas-
ha“ sem merkir: sá sem skilur tvö tungumál. Sjálfúr notar hann (býr til)
„evrópskar“ kenningar og talar um heimsmálin á BBC með breskum yfirstéttar-
hreim - jafnvel á sama tíma og hann lætur skína í eigin framandleika til þess að
setja þessar sömu stofnanir úr skorðum; rétt eins og þegar augu nýlenduherrans
mæta augum hins þeldökka íbúa nýlendunnar, mætir alsjáandi auga fræðanna
auga þess sem það horfir á og uppgötvar að það sjálft er viðfang.
Texti Bhabha er fúllur margræðni, ekki síður en það sem hann fjallar um.
Hann er oft og iðulega sakaður um að vera erfiður, torskilinn, jafnvel um að vera
algerlega óskiljanlegur.6 Kannski endurspeglar það líka tvíbendni augnabliks
ósammælanleikans; lesandinn stendur frammi fyrir röð orða sem virðast kunn-
ugleg, en um leið torræð. Kannski er tilvitnunin í Mercer viðvörun og um leið
ögrun við lesandann: „Don’t mess with Mister In-be-tween“.
Ólafur Rastrick
6 Sjá t.d. D.G. Myers, „Bad Writing," Weekly Standard 10. maí 1999, bls. 36-39.