Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 252
KRISTIN LOFTSDOTTIR
mynd þjóða, ásýnd eða líkami konu er ráðandi tákn fyrir margar þjóðir.56
Inga Dóra Björnsdóttír hefur í því tillití, eins og fjallað verður nánar um
hér á eftir, skoðað ímyndir íslensku fjallkonunnar og tengingu hennar við
hreinleika og fegurð Islands.57 Konur sem þjóðatákn standa einnig oft
fyrir það sem er í húfí fyrir stríðandi aðila.58 Skipulagðar nauðganir
kvenna á stríðstímum eru, eins og nýleg dæmi sýna, í senn leið til að nið-
urlægja þjóðina sem slíka og taldar „menga“ þjóðina þar sem konur fæða
af sér þegna hennar í bókstaflegri merkingu. Líkami kvenna er því mið-
lægur í margvíslegum átökum og valdabaráttu sem tengist þjóðernis-
hyggju og opinberri stefnu þjóðríkja.
Ein afleiðing þess að konur eru oft táknmynd þjóða eða samfélags er
sú að líkamar kvenna hafa verið mikilvægur þáttur í yfirráðum og valda-
baráttu ólíkra hópa. I gegnum líkama kvenna - og yfirráð yfír honum -
hafa karlmenn á táknrænan hátt sýnt vald sitt yfir menningu eða þjóðum.
Konur með dökltan húðlit hafa iðulega verið skilgreindar sem kynferðis-
leg viðföng. I íslenskum textum sem ég skoðaði fyrir rannsóknina er oft-
ast ekki minnst á konur sérstaklega en sjá má í nokkrum ritum slíka
áherslu þar sem vikið er að líkama kvenna, kynferði og lauslæti. I Ferða-
sögu Ama Magnússonar frá Geitastekk 1753-1797 fjallar Arni um konur á
Grænhöfðaeyjum og leggur áherslu á tílraunir þeirra tíl að „narra“ sjó-
mennina tíl holdlegs samræðis: „Fátt kvenfólk sá eg þar, sem hafði allan
klæðnað. Svartar voru þær sem kol á kroppnum, hverjar þó vildu narra
vort fólk til holdlegs samræðis þar út í skógnum.“59 I bókinni Ferðaminn-
ingar: Frásögurfrásjóferðum víða um heim, sem Sveinbjörn Egilsson ritaði
um ferðir sínar á árunum 1880-1905, er einnig lögð áhersla á lauslætí
kvenna.60 Sveinbirni verður tíðrætt um brjóst kvenna: „Þessi dásamlegu
brjóst, gljáandi en dökk“ segir hann meðal annars um það sem fyrir augu
56 Sjá Pratt, „Women, Literature and National Brotherhood“; Yuval-Davis, Gender
and Nation.
57 Inga Dóra Björnsdóttir, ,,‘Þeir áttu sér móður’: Kvenkenndir þættir í mótun ís-
lenskrar þjóðernisvitundar,“ Fléttur: Rit Rannsóknastofu íkvennafr<eóum, ritstj. Ragn-
hildur Richter og Þórunn Sigurðardóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1994, bls.
65-85.
58 Pratt, „Women, Literature and National Brotherhood," bls. 52.
59 Arni Magnússon, Ferðasaga Ajvia Magnússonarfrá Geitastekk 1753-1797, Reykjavík:
Bókaútgáfan Heimdallur, 1945, bls. 81-82.
60 Sveinbjörn Egilsson, FerSaminningar: Frásögur frá sjóferðum víða um heim, Reykjavík:
Félagsprentsmiðjan, 1922, bls. 83-85, 323.
250