Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 233
TVÍSTRUN ÞJÓÐARINNAR
enduruppgötvað sjálfan sig í og amour propre hópsins er byggt á. Ef þrá
innflytjandans eftir því að „líkja eftir“ tungumálinu skapar tómarúm í
tjáningunni á rými þjóðfélagsins - setur ógegnsæi tungumálsins, óþýðan-
legar dreggjar þess, í forgrunn - þá opnar fantasía rasistans, sem afneit-
ar tvíbendninni í þrá sinni, upp annað tómarúm hér og nú. Þögn farand-
verkamannsins kallar fram ímyndun rasistans um hreinleika og ofsóknir
sem munu alltaf koma aftur að Utan, og gera nútíð stórborgarlífsins
ókunnuglega; gera hana undarlega kunnuglega. I því ferli þegar sá væni-
sjúki gerir að lokum þann stað sem hann talar frá að tómarúmi, förum
við að sjá aðra sögu þýska tungumálsins.
Ef reynsla hins tyrkneska Gastarbeiter sýnir róttækan ósamlíkjanleika
þýðinga, þá gerir Salman Rushdie í Söngvum Satans tilraun til að endur-
skilgreina mörk vestrænu þjóðarinnar, þannig að „framandleiki tungu-
málanna“ verður að óumflýjanlegu menningarlegu skilyrði þess að bera
fram móðurmálið. I kaflanum um „Rósu Diamond“ í Söngvum Satans
virðist Rushdie segja að það sé aðeins í þjóðartvístruninni - tvístrun
merkinga, tíma, fólksins, inenningarlegra marka og sögtdegra hefða -
sem róttækur annarleiki þjóðmenningarinnar getur skapað ný form íyrir
líf og skrif: „Vandinn við Engenglendinga er að sö sö sögu þeirra vatt
fram erlendis, og þe þe þess vegna bo bo botna þeir ekkert í henni.“62
Það er drykkjusvampurinn S.S. Sisodia - einnig þekktur sem Viskí-
Sisodia - sem stamar þessi orð. Þau eru hluti af miklum bálki hans um
„vandann við Englendinga“. Andinn í orðum hans gefur umfjöllun minni
í þessum kafla fyllingu. Eg hef leitt að því líkur að þjóðarfortíð sem vís-
ar sífellt til forfeðranna og löngu liðinnar tíðar og tungumál sem tjáir
löngu liðna hlutdeild í þessari fortíð, færi nútíð „þess nútímalega“ út á
jaðarinn, sem er eins og að segja að sagan gerist „fyrir utan“ miðjuna og
kjarnann. Eg hef sérstaklega fært rök fyrir því að skírskotun eða ákall til
fortíðar þjóðarinnar sé forstigið að merkingunni sem gerir menningar-
lega heild þjóðarinnar „sérstæða“. Með því er innleitt ávarpsform sem
einkennist af annarleika og Rushdie gefur líf í tvöföldu frásagnarpersón-
unum Gibreel Farishta/Saladin Chamcha, eða Gibreel Farishta/Sir Hen-
ry Diamond. Það bendir til að þjóðernisfrásögnin sé staður tvíbentrar
samsömunar; jaðar óvissu um menningarlega merkingu sem getur orðið
62 S. Rushdie, The Satanic Verses, New York: Viking, 1988, bls. 343. Þetta er samþjöpp-
uð útgáfa af þessari tilvitnun. (Hér er vitnað í íslenska þýðingu Sverris Hólmarsson-
ar og Arna Oskarssonar, bls. 332, Söngvar Satans, Reykjavík: Mál og menning, 1989).
U1