Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 253
BLAIR jMENN OG EYKONANISLAND
bar í Asíu.61 Hann fjallar einnig um stúlkur frá Suður-Afríku sem hann
telur að séu „Zulukaffar“ eins og það er orðað í textanum. Augljóst er á
lýsingu hans á atvinnuvegi þeirra að hér er um vændiskonur að ræða og
Sveinbjörn tekur fram að „brjóst þeirra voru engu minni en á þeirri
fyrstu, sem jeg sá“.62 Líta má svo á að með því að leggja slíka áherslu á
lauslæti sé verið að undirstrika siðleysi og frumstæði samfélaga þessara
kvenna en jafnframt vilja þeirra til að gefa sig á vald erlendum yfírráðum.
I riti Magnúsar Stephensen Skémmtileg Vina Gleði ífróðlegum Samrœð-
um og Ljóðmælum, sem skrifað er seint á 18. öld, minnist Magnús á afr-
ískar konur.63 Sá texti er nokkuð annars eðlis en þeir sem fyrr voru
nefndir og leggur töluvert meiri áherslu á almennan fróðleik (íyrirsögn
kaflans er Mann-breytingar). Þegar Magnús fjallar um „negra“, eins og
hann nefnir þá, lýsir hann konum á eftirfarandi hátt: „Brjóst qvenna, sem
átt hafa börn hánga ofan fýrir nafla, og á baki sínu láta þær börnin einatt
siúga, er þær fletta brjóstunum aptur á herðar sér.“64 Hér er ekki um jafn
gildishlaðna lýsingu að ræða og hjá Sveinbirni Egilssyni en Magnús
minnist þó einnig á lauslæti kvennanna (og reyndar einnig karla) þegar
hann segir „negra“ „fara á únga aldri að fást við qvennfólk, því skrifað er,
að vart finnist meðal þeirra ýngisstúlka, sem muni hvönær hún seinast
var píka, og í Egyptalandi í Afríka er í öllum þorpum við Nílar fliótið
fjöldi ýngisstúlkna ætlaður til kauplausra yndisleika ferðamönnum“.65
Suður-afríska Khoikhoi konan Sara Bartman kom til London árið
1810 til að taka þátt í furðusýningum margs konar. Áhugi evrópsks al-
mennings og menntamanna beindist fýrst og fremst að kynfærum henn-
ar og hefur Bartman oft verið nefnd sem táknmynd fyrir viðhorf þessara
hópa til afrískra kvenna yfírleitt.66 I fyrrnefndri bók gefur Magnús nokk-
uð ítarlega lýsingu á kynfærum Khoikhoi kvenna og endurtekur hann í
lýsingu sinni nokkuð skýrlega ráðandi staðalmyndir í Evrópu af þeim.67
61 Sama rit, bls. 83.
62 Sama rit, bls. 84.
63 Magnús Stephensen, Minnisverð tíðindi frá árinu 1795 til vordaga 1798, ásamt ágripi
umþær nýjustu frönsku stjómarbyltingar, Leirárgörðum við Leirá: Prentuð af tilhlut-
an Llins Islenska Lands-Uppfræðingar Félags, 1796-1798, bls. 107.
64 Sama rit, bls. 103-104.
65 Sama rit, bls. 106.
66 Sander Gilman, „Black Bodies: White Bodies: Toward an Iconography of Female
Sexuality in Late Nineteenth CenUiry Art, Medicine and Literature," Race, Writing
and Dijference, ritstj. Henry Louis Gates, Jr., Chicago: University of Chicago Press,
1986, bls. 387-88; Strother, „Display of the Body Hottintot.11