Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 327
TVIHEIMAR
um að vera á verði gagnvart því að móta vinnuskilgreiningu okkar á hug-
taki eins og „tvíheimar" með því að grípa til „frummyndar", þar sem af-
leiðingin verður sú að hópar fá merkimiðann tvíheima þótt þeir sýni að-
eins tvö, þrjú eða fjögur af grundvallareinkennunum sex. Jafnvel hinar
„hreinu“ birtingarmyndir eru, eins og ég hef gefið í skyn, tvíbentar gagn-
vart grunnatriðunum, jafnvel fjandsamlegar. Samfélög, á ólíkum tímum í
sögu sinni, geta ennfremur sýnt sterkari eða veikari einkenni tvíheima
eftir því hvernig möguleikarnir breytast - hindranir, gáttir, átakasambönd
og tengsl - í gestgjafalöndum þeirra sem og milli þjóða.
Við ættum að geta viðurkennt hversu rík áhrif saga gyðinga hefur haft
á tungumál tvíheima án þess að gera þá sögu að frumlíkani þeirra. Líta má
á tvíheima gyðinga (og Griltkja og Armena) sem upphafspunkt en ekki
forskrift að orðræðu sem ferðast eða blandast í nýjum heimsaðstæðum.
Hvort sem oltkur líkar betur eða verr hefur tvíheimaorðræðan víða verið
tekin til gagns. Hún er á frjálsri ferð um heiminn í kjölfar falls nýlendu-
stefnunnar, með auknum straumi innflytjenda, hnattrænum samskiptum
og flutningum - margvíslegum fyrirbærum sem ýta undir tengsl við marga
staði, dvöl og ferðalög innan þjóða og milli þeirra. Skilgreining sem tekur
mið af fleiri kenningum en skilgreining Safrans13 gæti haldið til haga
einkennunum sex frá honum og tekið inn fleiri. Eg hef til dæmis þegar lagt
áherslu á að sambönd sem eru til staðar þvert á þjóðir og tengja tvíheimana
þurfi ekki endilega að birtast fyrst og fremst í raunverulegri eða táknlegri
ættjörð - að minnsta kosti ekki í þeim mæli sem Safran gefur til kynna.
Sambönd til hliðar við miðjuna og fjarri henni geta verið jafnmikilvæg og
þau sem mótast í kringum uppruna- eða endurkomumarkhyggju. Og
sameiginleg, óslitin saga brottflutninga, þjáninga, aðlögunar eða andspyrnu
getur verið jafnmikilvæg og hugmyndin um ákveðinn uppruna.
Hver svo sem vinnulistinn er yfir einkenni tvíheima er þess ekki að
vænta að nokkurt samfélag uppfylli öll atriðin þegar saga þess er rakin, og
orðræðu tvíheiinanna verður óhjákvæmilega breytt við þýðingu hennar og
aðliigun. Nú er til dæmis rætt afdráttarlaust um kínverska tvíheima.14
11 Rodney Needham, „Polythetic Classification", Man 10/1975, bls. 349-369.
14 Sjá til dæmis Lynn Pan, Sons oftbe Yellow Emperor: A History of the Chinese Dia-
spora, Boston: Little Brown, 1990; einnig Rey Chow, „Between Colonizers: Hong
Kong’s Postcolonial Self-Writing in the 1990s“, Diaspora 2,2/1992, bls. 151-170;
Aiwah Ong, „On the Edge of Empires: Flexible Citizenship among Chinese in
Diaspora“, Positions 1,3/1993; og Xiaoping Li, „New Chinese Art in Exile“,
Border/Lines 29-30/1993, bls. 40-44.