Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 300
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
bandaríska táknmálið (ASL).1:> Stokoe var fyrstur til að tala um táknmál
sem tungumál og benti á að í þessum „tilviljanakenndu myndum“ fælust
reglur og færði hann rök fyrir því að táknmál væru tungumál alveg eins
og raddmál, þrátt fyrir vantrú samstarfsmanna sinna. Engu að síður var
þetta upphafið að því að farið var að líta táknmál öðrum augum og smám
saman hafði þetta áhrif á viðhorf fólks til táknmála, bæði málfræðinga og
annarra. Rannsóknir Stokoes voru því ekki aðeins upphafíð að þeim
táknmálsrannsóknum sem við þekkjum í dag heldur voru þær fyrstu
skrefm að viðhorfsbreytingum til táknmála og þar með heyrnarlausra.
Þegar Stokoe talar um táknmál (ASL) á hann við mál sem hefur sína
eigin málfræði og eigin orðaforða óháð málfræði og orðaforða enskunn-
ar. Það er hins vegar erfitt að halda táknmálinu aðskildu frá viðkomandi
raddmáli (ASL frá ensku, íslenska táknmálinu frá íslensku o.s.frv.) þegar
málin eru í slíku návígi sem raun ber vitni. Nokkuð hefur verið skrifað
um sambýli táknmála og raddmála og þá fyrst og fremst ensku og ASL og
þau áhrif sem það sambýli hefur á táknmálið.16 Ekki er ætlunin að fara út
í þau skrif hér en rétt er að skilgreina aðeins muninn á þeim ólíku kóðum
sem notaðir eru til samskipta. Valgerður Stefánsdóttir17 notar hugtakið
„blendingsmál“ þegar hún talar um blöndu af íslensku og íslensku tákn-
máli. Hér er málum blandað saman, venjulega þannig að tákn eru sett í
stað íslenskra orða (stundum er rödd notuð með, stundum ekki) og fylgt
málfræði íslenskunnar, einhvers konar blöndun á kóðum. Málfræðin get-
ur líka verið blanda úr báðum kóðum, mismikil táknmálsmálfræði eftir
kunnáttu þess sem talar. Þetta samskiptaform er algengt á meðal heyr-
andi sem kunna lítið í táknmáli eða eru að læra táknmál. Þetta blendings-
mál er einhvers konar snerti- eða millimál (e. contact language). A Islandi
er yfirleitt talað um táknaða íslensku en í enskumælandi löndum eru til
mismunandi gerðir af þessu blendingsmáli (Signing Exact English,
Pidgin Signed English o.s.frv.). Hér er í öllum tilvikum um að ræða kóða
15 David F. Armstrong og Michacl A. Karchmer, „William C. Stokoe and the Study of
Signed Languages", formáli að The Study of Signed Languages: Essays in Honour of
Williani C. Stokoe, ritstj. D.F. Armstrong, M.A. Karchmer ogJ.V Van Cleve, Wash-
ington D.C.: Gallaudet University Press, 2002, bls. xi-xix, bls. xv.
16 Sjá t.d. Ceil Lucas og Clayton Valli, Language Contact in the American Deaf Communi-
ty, San Diego: Academic Press, bls. 199.
1' Valgerður Stefánsdóttir, Mdlsamfe'lag heymarlausra. LJm samskipti á milli táknmáls-
talandi og íslenskutalandi fólks, M.A.-ritgerð í uppeldis- og menntunarfræði við
Máskóla Islands, 2005, bls. 77.
298