Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 155
ISLENSKA OG ENSKA
in á félagsmálvísindum er rannsóknir á samfélagslegri stöðu og hlutverki
tungumála. Fjallað er um hluti eins og málstöðlun, rétt mál og rangt og
hugmyndir einstaklinga og félagshópa um gildi mála og málafbrigða.
Meðal frumkvöðla á þessu sviði var norsk-bandaríski málfræðingurinn
Einar Haugen, sem ritaði margt um málfélagsaðstæður í Noregi.
Haugen er upphafsmaður rannsókna á því sem kalla má málstýringu
á íslensku. Enska orðið sem Haugen notaði var language planning, en það
er almennt orð um það þegar einstaklingar og málsamfélög leitast við að
skipuleggja málnotkun sína eða annarra. (Málrækt í íslenskum skilningi
fellur undir þetta, en hentugra virðist að nota hér annað orð, þó ekki væri
nema vegna þess að íslenska orðinu tengjast ákveðnar hugsjónir sem hafa
verið viðteknar hér, en einnig tekur orðið málstýring til fleiri þátta en
þess sem við erum vön að kalla málrækt, svo sem málpólitíkur og um-
fjöllunar um stöðu tungumála.) Aðrir félagsmálfræðingar sem íjallað hafa
um málstýringu og málstöðlun eru Charles Ferguson, sem rannsakaði
meðal annars stöðu ólíkra arabískra málafbrigða, og Robert Cooper.3 Sá
síðastnefndi er upphafsmaður aðgreiningar milli tvenns konar aðgerða til
málstýringar, þess sem kalla má á íslensku annars vegar stöðustýringu
(status planning) og hins vegar formstýringu (corpus planning). Hið fýrra
tengist spurningum um stöðu ólíkra mála og málafbrigða í samfélaginu,
en hið síðara tekur til álitaefna og aðgerða sem tengjast sjálfu formi máls-
ins, eins og þegar valið stendur um að segja mér langar eða mig langar,
ellegar hvort nota megi erlend orð eins og shit. Islensk málrækt hefur
meira snúist um form málsins en stöðu þess.4
I því sem hér fer á eftir verður íyrst farið nokkrum orðum um arftekn-
ar hugmyndir Islendinga um tungu sína, form hennar og stöðu (annar
kafli). í þriðja kafla er sagt frá norrænni rannsókn á aðkomuorðum, og
þar og í þeim fjórða eru tíundaðar niðurstöður úr íyrrnefndri skoðana-
Höskuld Þráinsson, „Fonologiske dialekttræk pá Island. Generationer og geogra-
fiske omráder," Gunnstein Akselberg, Anne Marit Bodal og Helge Sandoy (ritstj.):
Nordisk dialektologi, Oslo: Novus forlag, 2003, bls. 151-196. Fleiri tilvitnanir um
þetta efni er að finna í neðanmálsgrein 18, bls. 113.
3 Sjá t.d. Einar Haugen, Language Conflict and Language Planning. The Case ofModem
Norwegian, Cambridge, Mass: Harvard University Press, 1966; Charles A Ferguson,
„Diglossia“, Word 15, 1959, bls. 325-340 og Robert L. Cooper, Language Plamiing
and Social Change, Cambridge: Cambridge University Press, 1989.
4 Sbr. t.d. Ana Deumert, „Describing Language Standardisation Models and Meth-
ods,“ LJtnorður: West Nordic Standardisation and Vdriation, ritstj. Kristján Arnason,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003, bls. 9-32.
x53