Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 56
ELAINE SLIOWALTER
hans við skrif kvenna til róttækrar endurskoðunar og endurskilgreining-
ar. Rök þeirra eru á þá leið að „ritun kvenna eigi upptök sín í líkama
þeirra, að það sem aðgreini okkar kyn frá hinu sé einnig uppspretta okk-
ar“.20 I Fædd afkonu (OfWoman Born) lýsir Rich þeirri skoðun sinni að:
Líkami kvenna ... [hafi] langtum djúptækari afleiðingar en við
höfum hingað til gert okkur grein fýrir. Hugmyndir feðraveld-
isins hafa takmarkað kvenlíkamann við sínar eigin þröngu skil-
greiningar. Femínistar hafa forðast að ræða kvenlíkamann af
þessum sökum; að því kemur að þær fara að sjá líkama okkar
sem auðlind fremur en örlög. Til þess að lifa fyllilega sem
manneskjur, krefjumst við ekki aðeins að fá að ráða yfir okkar
eigin líkama ... við þurfum að snerta einingu og samstillingu
líkamleika okkar, hina holdlegu undirstöðu hugarstarfs okkar.21
I femínisma út frá hinu líffræðilega sjónarhorni er yfírleitt lögð áhersla
á að líkaminn sé mikilvæg uppspretta myndmáls. Til dæmis heldur Alic-
ia Ostriker því fram, að vísanir til líkamshluta í myndmáli bandarískra
samtímaljóðskálda úr röðum kvenna séu opinskárri og gegnsýri ljóðlist
þeirra meira en hjá karlskáldunum og þetta ítrekaða líkamsmál hafni
þeirri fölsku handanhyggju sem afneitun holdsins leiði til. I heillandi rit-
gerð um Whitman og Dickinson sýnir Terence Diggory fram á að lík-
amleg nekt, kraftmikið tákn um trúverðugleika í ljóðum Whitman og
annarra karlkyns ljóðskálda, hafði allt aðra merkingu fýrir Dickinson og
þeim kvenrithöfundum sem fýlgdu í kjölfar hennar. Þær tengdu nekt við
hlutgervingu og kynferðislega nýtingu hins nakta kvenlíkama og kusu í
staðinn verndandi myndmál hins brynjaða sjálfs.22
20 Carolyn G. Burke, „Report from Paris: Women’s Writing and the Women’s Mov-
ement“, Signs 3 (sumar 1978), bls. 851.
21 Adrienne Rich, Of Woman Bom: Motberhood as Expcrience and Institution (New York:
W.W. Norton, 1976), bls. 62. Líffræðileg femínísk gagnrýni hefur einnig haft áhrif
á önnur fög: Listgagnrýnendur eins og Judy Chicago og Lucy Lippard hafa t.d. sett
fram þá kenningu að listakonur séu tilneyddar til að nota leg-og leggangatengdar
táknmyndir um miðlægan fókus, ávalar línur og áþreifanleg eða munúðarfull form.
Sjá Lippard, From the Center: Feminist Essays on Women's Art (New York: E.P. Dutt-
on, 1976).
22 Sjá Alicia Ostriker, „Body Language: Imagery of the Body in Women’s Poetry“, í
The State of the Language, ritstj. Leonard Michaels og Christopher Ricks (Berkeley:
University of California Press, 1980), bls. 247-63, og Terence Diggory, „Armoured
Women, Naked Men: Dickinson, Whitman and Their Successors“, Shakespeare’s
54