Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 47
FEMÍNÍSK GAGNRÝNI í AUÐNINNI
gegn fræðimennsku, glíma við þær hefðir og dóma sem fest höfðu í sessi,
hann var það sem Josephine Donovan kallar „neitandi afstöðu innan
grundvallarþráttarhyggju11. Judith Fetterley segir í bók sinni, The Resist-
ing Reader, að femínísk gagnrýni hafi „spyrnt fótum við kerfisbindingu
og neitað að setja sér of snemma bjargföst viðmið“. Eg hef annars stað-
ar rætt þá tortryggni sem margir femínískir gagnrýnendur sýna heildar-
kerfum og hvernig þær hafna vísindahyggju í bókmenntarannsóknum,
og hef talið þá afstöðu afar skiljanlega. A sama tíma og vísindaleg
gagnrýni hefur verið að hreinsa sig af allri huglægni hefur femínísk
gagnrýni endurreist gildi reynslunnar.7
Þó er nú orðið ljóst að sú fræðilega blindgata sem við töldum okkur
lentar í var aðeins liður í þróun. Eftir að fyrsta skeiðinu lauk, en það ein-
kenndist af kröfu um vitundarvakningu, hefur tekið við nýtt skeið, inn-
an háskólanna að minnsta kosti. Nú hefur fólk fremur áhyggjur af mögu-
legri einangrun femínískrar gagnrýni frá fræðasamfélaginu sem einblínir
æ meira á fræðikenningar og sýnir ritstörfum kvenna fálæti. Spurningin
um hvaða stöðu femínísk gagnrýni eigi að taka sér gagnvart hinni nýju
gagnrýnu kenningu og kenningasmiðum hennar hefur orðið tilefni
ákafra deilna í Evrópu og Bandaríkjunum. Nina Auerbach telur að meiri
samræðu sé þörf og spyr hvort femínísk gagnrýni eigi sjálf einhverja sök
á því:
Femínískir gagnrýnendur virðast sérlega tregir við að skil-
greina sjálfa sig fyrir leikmönnum. I vissum skilningi er systra-
lag okkar of öflugt; sem fylgjendur fræðistefnu höfum við því-
líka tröllatrú á sjálfum okkur að við höfnum öllu samneyti við
þau kerfi valda og virðingar sem við segjumst vilja breyta.8
Að vísu er ekki rétt að femínískir gagnrýnendur hafi neitað að ræða við
þessi valdakerfí. Fremur hafa þeir ávarpað þau beint á eigin vettvangi:
PMLA, Diacritics, Glyph, Tel Quel, New Literary History og Critical Inqu-
7 Josephine Donovan, „Afterward: Critical Revision“, Feminist Literary Criticism, bls.
74. Judith Fetterley, The Resisting Reader: A Feminist Approach to American Fiction
(Bloomington: Indiana University Press, 1978), bls. viii. Sjá „Toward a Feminist
Poetics“ eftir mig, bls. 125-43. The Authority ofExperience er titill safnrits, ritstýrt af
Arlyn Diamond og Lee R. Edwards (Amherst, Mass.: University of Massachusetts
Press, 1977).
8 Nina Auerbach, „Feminist Criticism Reviewed“ í Gender and Literary Voice, ritstj. Ja-
net Todd (New York: Holmes & Meier, 1980), bls. 258.
45