Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 66
ELAINE SHOWALTER
um aðgreiningu, það stig í persónuþroskanum þegar barnið fer að greina
eigið sjálf frá öðrum, mynda sjálfið og læra að setja líkamleg mörk. Þar
sem þessi aðgreining á sér stað í tengslum við móðurina (aðaluppaland-
ann), „mótast viðhorfin til móðurinnar um leið og aðgreining sjálfsins
frá öðrum hefst“; „móðirin, sem er kona, verður þar með og heldur
áfram að vera annar [e. the other] fyrir börnum af báðum kynjum, eða
viðfang".36 Kynferðisleg sjálfsmynd barnsins verður til samhliða þessari
aðgreiningu en ferlið er ekki það sama hjá drengjum og stúlkum. Dreng-
ir þurfa að læra sína kynferðissjálfsmynd neikvætt með því að vera ekki-
kvenkyns og þarf mismunurinn stöðugrar styrkingar við. Kynferðis-
sjálfsmynd stúlkna er hins vegar í eðli sínu jákvæð, byggð á samsemd,
órofa samhengi og samsvörun við móðurina. Konur byrja að eiga í vand-
ræðum með kvenlega sjálfsmynd sína eftir Odipusarskeiðið, þegar karl-
legt vald og menningarlegt forræði breyta þýðingu kynjamismunarins.
Chodorow spáir því að þegar karlmenn fari sjá um uppeldi barna til jafns
við konur, muni það gerbreyta hugmyndum okkar um kynjamun, kynja-
sjálfsmyndir og kynhneigð.
I hverju felst þá mikilvægi femínískrar sálgreiningar fyrir bók-
menntarýni? Móður-dóttur sambandið sem uppspretta kvenlegrar
sköpunargáfu hefur orðið eitt af viðfangsefnum bókmenntarýnenda.37 I
djarfri rannsókn sinni á því hvernig vináttu kvenna er lýst í nútímaskáld-
sögum eftir konur, beitir Elizabeth Abel kenningum Chodorow til að
sýna hvernig sálrænir hvatar kvenlegrar samheldni ráði ekki aðeins inn-
byrðis sambandi kvenkyns söguhetja heldur einnig sambandi milli kven-
kyns rithöfunda. Abel tekst einnig á við heildarkenningu Blooms um
bókmenntasöguna, en ólíkt Gilbert og Gubar kemur hún auga á „kven-
legt þríhyrningsform“ þar sem hin ödipísku tengsl rithöfunda við karl-
hefðina vega á móti for-ödipískum tengslum kvenrithöfunda við kven-
hefðina. Að lokum segir Abel: „Þar sem vináttusambönd kvenna lúta
öðrum samskiptalögmálum en vináttusambönd karla, eru tengsl þeirra
36 Nancy Chodorow, „Gender, Relation, and Difference in Psychoanalytic Perspecti-
ve“, í Eisenstein og Jardine, Futnre of Dijference, bls. 11. Sjá einnig Chodorow o.fl.,
„On The Reproduction of Mothering. A methodological Debate", Signs 6 (vor 1981),
bls. 482-514.
37 Sjá, t.d. The Lost Tradition: Mothers and Daughters in Literature, ritstj. Cathy M. Dav-
idson og E.M. Broner (New York: Frederick Ungar, 1980); þetta verk snýst meira
um goðsagnir og ímyndir kvenlegrar arfleifðar en að endurskilgreina sjálfsmynd
kvenna.
64