Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 169
ISLENSKA OG ENSKA
sammála fullyrðingum sem eru í samræmi við hefðbundna málpólitík
kemur heim við þá hugmynd að þær fylgi gjarna viðteknum gildum. Hins
vegar er það athyglisvert að konur skuli nota erlenda orðið e-mail (eða
segjast gera það) meira en karlar. Táknar það e.t.v. að erlenda orðið sé í
sókn eða meira „í tísku“? Því til stuðnings mætti benda á að rannsóknir
á íslenskum framburðarmállýskum sýna að konur hafa meiri tilhneigingu
en karlar til að nota þau framburðarafbrigði sem eru í sókn og stefna í
frekari útbreiðslu.21 Það verður fróðlegt að rannsaka hvort þetta sé vís-
bending um að orðið í-meil sé á leið inn í íslenskan orðaforða.
I stuttu máli má segja að svörin í könnuninni sýni að þótt enskunotk-
un kynjanna sé svipuð sé allnokkur munur á skoðunum þeirra og mati.
Konur eru síður hlynntar ensku varðandi tökuorð og nýyrðasmíð, og þar
með má segja að þær styðji hefðbundna málpólitík af meiri krafti en karl-
ar. Konur eru líka hlynntari íslensku í umdæmisspurningunum, því þær
eru síður hlynntar því að enska sé notuð sem vinnumál í íslenskum fýrir-
tækjum. En það er hins vegar fróðlegt að þær skuli vera hallari en karlar
undir tökuorðið e-mail.
4.2 Aldurshópar
Ekki er síður fróðlegt í félagsmálfræði að bera saman hegðun og mat
kynslóðanna, og á þetta sérstaklega við þegar hugað er að hugsanlegum
breytingum á málfari eða stöðu tungumála. Hinir yngri bera framtíðina
í skauti sér. Þátttakendum var skipt í fjóra aldurshópa: yngri en 30 ára
(267 eða 33,3% úrtaksins), 30-44 ára (270 eða 33,7%) 45-59 ára (155
eða 19,4%) og eldri en 60 ára (109 eða 13,6%). Yngstu þátttakendurnir
eru 16 ára og þeir elstu 75 ára. Meðalaldur þátttakendanna er 38,69.
Mikill munur er á aldurshópunum hvað varðar enskunotkun; eins og
við er að búast notar unga fólkið meiri ensku. Næstum 70% elstu þátttak-
endanna (yfir 60) nota alls ekld ensku, eða bara einu sinni í viku, en þetta
Differentiation ofEnglish in Norwich, Cambridge: Cambridge University Press, 1974;
Suzanne Romaine, „Postvocalic /r/ in Scottish English: Sound Change in Pro-
gress“, Sociolinguistic Pattems in British English, ritstj. Peter Trudgill, London: Ed-
ward Arnold, 1978, bls. 144-157.
21 Sbr. t.d. Kristján Arnason og Höskuld Þráinsson, „Fonologiske dialekttræk pá Is-
land. Generationer og geografiske omráder“, Nordisk dialektologi, ritstj. Gunnstein
Akselberg, Anne Marit Bodal og Helge Sandoy, Oslo: Novus forlag, 2003, bls.
151-196; „Um málfar Vestur-Skaftfellinga," íslenskt mál 5:94, 1983; „Um reyk-
vísku,“ íslenskt mál 6:112-134, 1984; „Um skagfirsku,“ íslenskt mál 8:31-62, 1986;
„Phonological Variation in 20th Century Icelandic," Islensktmál 14:89-128, 1992.
167