Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 279
ORIENTALISM (2003)
um jafnvel forystumenn Palestínuaraba fyrir að slá af kröfum sínum gagnvart
Israelum.8
Said bjó yfir fleiri hliðum. Plann átti það sameiginlegt með Adorno að hafa
gríðarmikinn áhuga á tónlist; skrifaði mikið um hana, m.a. tónlistargagnrýni um
árabil í bandaríska vikuritið The Nation9 Hann sá jafnvel samsvörun milli tónlistar og
fræðilegrar nálgunar; kontrapunktur var honum viss fyrirmynd að því hvernig hann
vildi segja ólíkar sögur í einu og sömu frásögninni.10 Slíka aðferð má greina í Culture
and Imperialism (1993) sem hann skrifaði sem nokkurs konar framhald af Orientalism.
Þar tekur hann til meðferðar þau ólíku en þó tengdu ferli sem birtast í heims-
valdastefnunni og viðbrögðum við henni á Indlandi og víðar í Asíu.11
Sú ritgerð sem hér fer á eftir ber vott um hvassa samfélagsrýni Saids en hana
samdi hann á vordögum ársins 2003, fáeinum mánuðum fyrir andlát sitt, í tilefhi af
endurúfgáfu Orientalism. Skömmu áður höfðu vestrænir herir undir forystu Banda-
ríkjamanna og Breta og með samþykki hinna „staðföstu ríkja“ í „stríðinu gegn
hryðjuverkum“ ráðist inn í Irak. I ritgerðinni setur Said hernaðinn í Irak í samhengi
við umfjöllun sína um óríentalisma aldarfjórðungi áður. En Said kemur víðar við og
tekur upp stef sem höfðu verið viðfangsefni hans í gegnurn tíðina. Ahugi hans á
hlutverki og stöðu menntamannsins rímar við þann þunga sem hann gjarna lagði á
að skilgreina sjálfan sig sem húmanista þó svo að margir þeirra sem litið hefur verið
á sem sporgöngumenn hans í fræðum kennd við póstkólóníalisma hafi tengt húman-
isma því kenningakerfi sem þeir vildu sporna gegn.12
Þótt ritgerðin hafi verið skrifuð í upphafi Irakstríðsins, þegar hörmungar þess
voru á byrjunarstigi, á efni hennar ekki síður við í dag. Skörp greining Saids á
orðræðu- og hagsmunabundnum forsendum hernaðarins í Irak sýnir mikilvægi gang-
rýninnar fræðimennsku í að draga fram og afbyggja þær aðferðir til ofbeldis, kúgun-
ar og mismununar sem innbyggðar eru í vestræna menningu. Said ítrekar það sjón-
armið að hlutlæg fræðimennska geti ekki staðið utan síns sögulega og pólitíska
umhverfis og hvetur þannig menntamenn til að takast í skrifum sínum á við hinar
ótölulegu birtingarmyndir óréttlætis í veröldinni.
Olafur Rastrick
8 Said gagnrýndi t.d. Arafat harðlega í aðdragandanum að Oslóarsamkomulaginu þar
sem ekki var gert ráð fyrir að palestínskir flóttamenn fengju að snúa aftur ti! her-
námssvæða Israela frá því í Sex daga stríðinu.
9 Sjá t.d. bók hans Musical Elaborations, New York: Columbia University Press, 1991
og On Late Style: Music and Literature Against the Grain, New York: Pandreon Books,
2006.
10 Edward W. Said, „Culture and Imperialism", Power, Politics and Culture, bls. 183-
207, bls. 184.
11 Edward W. Said, Culture and Imperialism,, London: Chatto & Windus, 1993.
12 Sbr. t.d. Gyan Prakash, „Can the ‘Subaltern’ Ride? A Reply to O'Hanlon and Wash-
brook“, Comparative Studies in Society and History, 34,1/1992, bls. 168-184; Robert
Young, White Mythologies. Writing History and the West, London og New York: Rout-
ledge, 1990, bls. 119-140.
277