Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.12.2010, Blaðsíða 109
UM TURNA BABEL
hver þeirra getur verið ólík hinum, án þess að nokkur þeirra
innihaldi mistúlkanir; margbreytnin í tjáningarmáta einnar og
sömu hugsunar sýnir, með því að mögulegt er að velja, að verk-
efni þýðandans gefur kost á persónulegri tjáningu.9 [Skáletranir
mínar J.D.]
I leiðinni tekur maður eftir því að verkefni þýðandans, sem bundið er í ein-
vígi tungnanna (aldrei fleiri en tvær tungur), er ekki metið meira en sem
„skapandi vinna“ (áreynsla og viðleitni fremur en árangur, erfiði hand-
verksmannsins fremur en afrek listamannsins), og þegar þýðandinn
„skapar“, þá er það eins og málari sem „líkir eftir“ „fýrirmynd“ sinni (fá-
ránleg samlíking í meira en einu tilliti, þarf að eyða frekari orðum að
því?). Endurkoma orðsins „verkefni“ er þó all eftirtektarverð, því það
spinnur heilan vef af merkingum út frá sér, og þetta er alltaf sama mats-
kennda túlkunin: skylda, skuld, afgjald, álögur, kvaðir, erfðagjöld, göfug
skylda en erfiði á miðri leið til sköpunar, óendanlegt verkefni, í eðli sínu
afturreka, rétt eins og hinn meinti skapari frumtextans væri ekki líka
skuldugur, skattlagður, bundinn af öðrum texta, a priori þýðandi.
Hliðstæðuna milli forskilvitlegs réttar (eins og Benjamin ítrekar hann)
og gildandi réttar, svo stirðlega og oft á tíðum svo ambögulega sem hann
er orðaður í greinargerðum um höfundarrétt eða hugverkarétt, má rekja
æði langt, til að mynda í sambandi við hugmyndina um afleiðslu og
þýðingar á þýðingum: þær eru alltaf leiddar af frumtexta en ekki af eldri
þýðingum. Hér er athugasemd frá Desbois:
Verk þýðandans heldur jafnvel áfram að vera persónulegt þó
hann sæki ráð og innblástur í eldri þýðingu. Sá hlýtur að við-
urkennast höfundur afleidds verks, miðað við eldriþýðingar, sem
hefur látið sér nægja að velja, úr nokkrum þýðingum sem þeg-
ar hafa birst, þá sem honum fínnst komast næst frumtextanum:
með því að leita úr einni í aðra, taka kafla úr einni, úr annarri,
skapar hann nýtt verk, einmitt með því að tvinna saman, sem
gerir verk hans frábrugðið hinum fýrri. Hann hefur beitt sköp-
un, úr því að þýðing hans endurspeglar nýtt form, er árangur
af samanburði, vali. Þýðandinn ætti, að mínu mati, ennþá skil-
ið að mark sé tekið á honum þótt heilabrot hans hafi leitt hann
að sömu niðurstöðu og þýðanda á undan honum, sem við gef-
9 Le droit d’auteur en France. París: Dalloz 1978.