Læknaneminn - 01.03.1972, Page 41
LÆKNANEMINN
37
heilsugæzlustöðvum, en læknar
hafa sumsstaðar ekki fengizt til
að starfa þar. En þeir hafa mikið
bjargazt af með héraðshjúkrunar-
konum. Þær hafa leyst mikinn
vanda.
Hér heima fyrir hefur strax á
Húsavík sýnt sig, að lœknamið-
stöðvar eru ekki allsherfarlausn.
Þar fást ekki lœknar í stöðurnar,
og lœknanemar vinna þar að
hluta?
Nei, læknamiðstöðvarnar leysa
ekki allan vanda, það er greini-
legt. Spurningin er, hvort ekki sé
þörf að brjóta niður skilin milli
heimilislækna og sérfræðinga,
þannig að mörkin verði ekki eins
alger og þau eru að verða í ýmsum
löndum, sjúkrahúsin verði mun
opnari stofnanir en þau eru núna,
til að mynda með fleiri göngu-
deildum. Sérfræðingarnir á sjúkra-
húsunum ræktu meira almenn
læknisstörf.
Það er líklegt, að erfitt verði að
snúa sérfrœðiþróuninni við, auk
þess er sérfrœðinám auðveldara en
almennt nám?
Heimilislækningar eru mikil-
vægur þáttur heilbrigðisþjónust-
unnar, því það er ekki hægt að
láta allar lækningar fara fram á
sjúkraliúsum. Auk þess er hag-
kvæmara, ef hægt er að stunda
sjúklinga utan sjúkrahúsanna, sér-
staklega í strjálbýlu landi eins og
íslandi. I Kanada hefur verið lögð
mikil áherzla á að mennta heim-
ilislækna og með allgóðum árangri,
að ég hygg. Sömu sögu er að
segja frá Hollandi.
Eykur það jafnframt hina fé-
lagslegu upphefð?
Já, það ætti að gerast. Mikilvægt
er, að heimilislæknirinn einangrist
ekki við verkefni sín, starfi í sem
náustum tengslum við sjúkrahúsin,
eftir því sem því verður við kom-
ið, og einnig innan þeirra tiltekinn
tíma.
Hefur verið tekin formleg af-
staða til tillagna lœknafélaganna
og framkvœmdar þeirra?
Hvað snertir aðstoðarlæknis-
stöðurnar á sjúkrahúsunum, þá
hefur ekki verið tckin afstaða til
þeirra af áðurgreindum ástæðum.
En komi í ljós, að unnt verði að
fá lækna til Islands á þessum for-
sendum, væri sjálfsagt, að þessar
tillögur yrðu framkvæmdar.
Við höfum verið að lesa Codex
og langaði að spyrja þig, hvort
þú teldir lcekna siðferðislega
skylda til að sinna þessu lœknis-
lausa fólki úti t héruðunum?
Það er erfitt að meta siðferði-
lega skyldu. Ekki aðeins læknar,
heldur líka aðrir þegnar, hafa sið-
ferðilega skyldu til samhjáþDar í
þjóðfélaginu að minni hyggju. Það
er naumast hægt að gera aðrar
siðferðiskröfur til lækna en ann-
arra starfsstétta. Engu að síður er
læknisstarfið þess eðlis, að það
skírskotar sérstaklega tií siðferði-
legra viðhorfa.
Þarf ekki að leysa lœknaskort-
inn á breiðum grundvelli, að þvt
er lýtur menntamál, samgöngu-
mál o. s. frv.
Jú, fólk hefur flutt úr strjálbýl-
inu til þéttbýlisins hér á suðvest-
urlandinu, og þetta er almennt
þjóðfélagslegt vandamál ekki síð-
ur en skipulagslegt að því er varð-
ar læknisþjónustu. Ég held, að
það sé ekki hægt að leysa þennan
hluta vandans, þ. e. læknisþjón-
ustu, nema með því að bjóða upp
á svipaða aðstöðu og gerist ann-
ars staðar. Ég held, að undirrótin
sé efnahagsleg fyrst og fremst.
Svtar ivilna smábændum, ef þeir
bregða búi á þann veg, að það
stœkki land nágrannabænda, þ. e.