Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 44
LÆKN ANEMINN
JfO
láqu til qrundvallar, þeqar ákveðið
var að qreiða hallann af rekstri
spítalans t fyrra?
Samkvæmt upplýsingum, sem
ég hef aflað mér, eru laun lækna
með þrennu móti við sjúkrahúsin
í Reykjavík. Yfirlæknarnir fá laun
samkvæmt kjarasamningi opin-
berra starfsmanna, sérfræðingar
við Landspítalann og Borgarspítal-
ann fá laun samkvæmt kjara-
samningi ríkisins, Reykjavíkur-
borgar og Læknafélags Reykjavík-
ur. Læknar á Landakoti fá laun
samkvæmt samningi milli Lækna-
félags Reykjavíkur og sjúkrahúss-
ins, þar sem gjaldskrá Læknafélags
Reykjavíkur er lögð til grundvall-
ar fyrir unnin verk. Þetta kemur
þannig út, að 1969 var launakostn-
aður lækna á Landspítalanum
415,30 á legudag, á Borgar-
spítalanum 342,10 á legudag og
á Landakotsspítala var hann
251,05. Reiknað sem hluti af heild-
arkostnaði var þessi kostnaður
þannig á Landspítalanum 35,7
milljónir af 177 milljónum eða
21,2%, á Borgarspítalanum 24,7
milljónir af 148,8 eða 16,9% og á
Landakotsspítala 16,2 milljónir af
77,3 eða 20,9%. Þannig var Land-
spítalinn með langmestan kostnað
á legudag og hæstan hlutfalls-
kostnað líka. Landakotsspítali var
með langlægstan kostnað á legu-
dag og hlutfallskostnað, sem var
mjög svipaður eða aðeins lægri en
á Landspítalanum. Þannig kemur
þetta kerfi öðru vísi út en þið ætl-
ið.
Samkvœmt þessu œtti Land-
spítalinn að vera efstur á blaði, ef
fækka œtti tölu hinna þriggja
stóru!
Landspítalinn sinnir viðamiklum
verkefnum, sem er læknamenntun-
in, og það hækkar töluna.
Að lokum, hvert er nœsta skref
heilbrigðisyfirvalda í bœttri heil-
brigðisþjónustu ?
Framkvæmdir eru fyrirhugaðar
á f jölmörgum sviðum. Þið vitið um
væntanlegar framkvæmdir í sjúkra-
húsmálum. Það er verið að undir-
búa stofnun geðdeildar við Land-
spítalann, og unnið er að því að
koma upp deildaskiptu sjúkrahúsi
á Akureyri. Verið er að stækka
almennu sjúkrahúsin í Vestmanna-
eyjum, Neskaupstað og víðar.
Heildarendurskipulagning heil-
brigðismála er í endurskoðun.
Landinu verður skipt í 7 umdæmi,
þar sem embættislæknar koma til
með að hafa yfirumsjón. Innan
hvers þessara umdæma verður
komið upp kerfi af heilsugæzlu-
stöðvum, þar sem starfa að
minnsta kosti 2 læknar á hverjum
stað ásamt aðstoðarfólki. Þetta
er í samræmi við hugmyndir
ungra lækna; þeir telja það lík-
legra til árangurs að starfa fleiri
saman. Ég geri ráð fyrir, að frum-
varp um þetta efni verði lagt fyrir
þingið í vor. Þetta er að vísu
vandasamt mál, og um það verður
vafalaust mikill ágreiningur, t. d.
hvernig eigi að koma slíkum
heilsugæzlustöðvum fyrir. Eins
og ástatt er í landi okkar, verður
landinu því miður ekki þjónað öllu
með heiísugæzlustöðvum, og enn
verður að reikna með því, að ein-
hverjir staðir verði afskiptir.