Læknaneminn - 01.03.1972, Page 45
LÆKNANEMINN
u
ÓLAFUR STEPHENSEN, læknir:
Sýklalyf
og öndunarfœrasýkingar barna
Inngangur
Öndunarfærasýkingar hjá börn-
um eru eins og kunnugt er algeng-
ustu kvillar, sem almennir læknar
hafa við að glíma. Daglega verður
hinn starfandi læknir að taka af-
stöðu til þess, hvort beita skuli
sýklalyfjum við þessar sýkingar,
og hvaða lyf skuli þá nota.
Mikið hefur verið ritað og rætt
um þetta efni undanfarin ár. Til-
gangurinn með þessum greinar-
stúf er að kynna lesendum Lækna-
nemans nokkur viðhorf barna-
lækna á þessu sviði. Við saman-
tekt þessa er stuðst við ágætar
yfirlitsgreinar um þetta efni, og
vísast til heimildalista í lok grein-
arinnar.
Talið er, að u. þ. b. 90% af öll-
um sýkingum í efri öndunarfær-
um stafi af veirum. Gegn slíkum
sýkingum eru sýklalyf gagnslaus.
Vandamálið er því að finna þau
10%, sem eru af völdum sýkla.
Síðan þyrftum við helzt að þekkja
smitvaldinn, því að þá væri unnt
að nota gegn honum lyf, sem að-
eins ynni á þeim ákveðna sýkli, en
hefði sem minnst áhrif á nauð-
synlega sýklaflóru líkamans. En
málið er ekki svona einfalt. Oft
er ekki unnt eða nauðsynlegt að
framkvæma þær rannsóknir, sem
þarf til að ákveða, hvað sýking-
unni veldur, eða bíða eftir niður-
stöðu slíkra rannsókna. Rétt er að
vekja athygli á því, að kliniskar
rannsóknir (Townsend, 1960;
Ackerman, 1968, Davis and Wedg-
wood, 1965) hafa leitt í ljós, að
sýklalyf koma ekki í veg fyrir
secundera sýkingu með sýklum
hjá börnum með akut veirusjúk-
dóma í öndunarfærum. Við rann-
sókn, sem gerð var á börnum með
mislinga, kom t. d. í ljós, að tíðni
fylgikvilla af völdum sýkla var
helmingi hærri í hópi þeirra
mislingasjúklinga, sem fengu
sýklalyf (30%), en hinna, sem
ekki fengu slík lyf (15%).
Áður en meðferð með sýklalyfi
er hafin, er nauðsynlegt að taka
afstöðu til eftirfarandi atriða:
1. Hefur barnið smitsjiíkdóm?
Það liggur ekki alltaf í augum
uppi. Til dæmis geta nýfædd börn
haft sýkingu án klassiskra ein-
kenna, svo sem hita og leucocy-
tosu. Á hinn bóginn geta slík ein-
kenni stafað af ofnæmi, t. d. af
völdu sýklalyfja. Oft er nauðsyn-
legt að skoða barnið nokkrum
sinnum á fyrstu dögum veikind-
anna til að gera sér grein fyrir,
hvað um er að vera. Margir
barnasjúkdómar byrja með kat-
arrölsku forstigi, sem gerir ná-
kvæma sjúkdómsgreiningu erfiða,
en myndin skýrist og verður dæmi-
gerð á nokkrum dögum. Gott dæmi
um slíkt eru mislingar. Það verður
því að teljast mjög æskilegt, að
barnið fái meðferð og sé undir eft-
irliti eins og sama læknis meðan á
veikindunum stendur. Eins og
læknisþjónustu er nú háttað í