Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Page 45

Læknaneminn - 01.03.1972, Page 45
LÆKNANEMINN u ÓLAFUR STEPHENSEN, læknir: Sýklalyf og öndunarfœrasýkingar barna Inngangur Öndunarfærasýkingar hjá börn- um eru eins og kunnugt er algeng- ustu kvillar, sem almennir læknar hafa við að glíma. Daglega verður hinn starfandi læknir að taka af- stöðu til þess, hvort beita skuli sýklalyfjum við þessar sýkingar, og hvaða lyf skuli þá nota. Mikið hefur verið ritað og rætt um þetta efni undanfarin ár. Til- gangurinn með þessum greinar- stúf er að kynna lesendum Lækna- nemans nokkur viðhorf barna- lækna á þessu sviði. Við saman- tekt þessa er stuðst við ágætar yfirlitsgreinar um þetta efni, og vísast til heimildalista í lok grein- arinnar. Talið er, að u. þ. b. 90% af öll- um sýkingum í efri öndunarfær- um stafi af veirum. Gegn slíkum sýkingum eru sýklalyf gagnslaus. Vandamálið er því að finna þau 10%, sem eru af völdum sýkla. Síðan þyrftum við helzt að þekkja smitvaldinn, því að þá væri unnt að nota gegn honum lyf, sem að- eins ynni á þeim ákveðna sýkli, en hefði sem minnst áhrif á nauð- synlega sýklaflóru líkamans. En málið er ekki svona einfalt. Oft er ekki unnt eða nauðsynlegt að framkvæma þær rannsóknir, sem þarf til að ákveða, hvað sýking- unni veldur, eða bíða eftir niður- stöðu slíkra rannsókna. Rétt er að vekja athygli á því, að kliniskar rannsóknir (Townsend, 1960; Ackerman, 1968, Davis and Wedg- wood, 1965) hafa leitt í ljós, að sýklalyf koma ekki í veg fyrir secundera sýkingu með sýklum hjá börnum með akut veirusjúk- dóma í öndunarfærum. Við rann- sókn, sem gerð var á börnum með mislinga, kom t. d. í ljós, að tíðni fylgikvilla af völdum sýkla var helmingi hærri í hópi þeirra mislingasjúklinga, sem fengu sýklalyf (30%), en hinna, sem ekki fengu slík lyf (15%). Áður en meðferð með sýklalyfi er hafin, er nauðsynlegt að taka afstöðu til eftirfarandi atriða: 1. Hefur barnið smitsjiíkdóm? Það liggur ekki alltaf í augum uppi. Til dæmis geta nýfædd börn haft sýkingu án klassiskra ein- kenna, svo sem hita og leucocy- tosu. Á hinn bóginn geta slík ein- kenni stafað af ofnæmi, t. d. af völdu sýklalyfja. Oft er nauðsyn- legt að skoða barnið nokkrum sinnum á fyrstu dögum veikind- anna til að gera sér grein fyrir, hvað um er að vera. Margir barnasjúkdómar byrja með kat- arrölsku forstigi, sem gerir ná- kvæma sjúkdómsgreiningu erfiða, en myndin skýrist og verður dæmi- gerð á nokkrum dögum. Gott dæmi um slíkt eru mislingar. Það verður því að teljast mjög æskilegt, að barnið fái meðferð og sé undir eft- irliti eins og sama læknis meðan á veikindunum stendur. Eins og læknisþjónustu er nú háttað í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.