Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Side 63

Læknaneminn - 01.03.1972, Side 63
LÆKNANEMINN 55 Að hlusta, skilja og lcekna: Michael Balint: The Doctor, His Patient, and tlie Illness. 2nd ed., Pitman Medical Paperbacks. 395 bls. Læknanemar þurfa að sitja lengi í Læknadeild Háskóla Islands, áður en ein- hverjum spakvitrum læriföður dettur 1 hug- að minnast á einn mikilvægasta og fyrirferðarmesta þátt í lífi hvers læknis: Samskipti hans við sjúklinga. Þessi brotalöm í læknakennslunni er e. t. v. einn þáttur vanrækslu í kennslu og kynningu á sviði almennra lækninga, eða svo kallaðra heimilislækninga, auk þess, sem of naumum tíma hefur verið varið til kennslu í geðlækningum, sem örugg- lega er mikilvægasta undirstöðugrein almennra lækninga í nútíma þjóðfélagi auk barnalæknisfræði. Áður en mönnum auðnast að dvelja svo lengi við námið, að þessum þætti sé sinnt, hafa örugglega margar spurn- ingar vaknað. Flestir íslenzkir lækna- nemar byrja snemma að vinna sem fullgildir læknar (kandidatar), og þeim er lögð þung ábyrgð á herðar fyrr en læknaefnum flestra annarra þjóða. Það er því ekki bara fróðleiksfýsn og for- vitni, sem knýr á um svör, heldur einn- ig nauðsyn. Hvernig á að ræða við sjúkling? Hvað hugsar sjúklingurinn um lækninn eða læknirinn um sjúkling- inn? Hvernig eru þau tilfinningatengsl, sem myndast milli læknis og sjúklings? Mikilvægt er að kuna að hlusta, mikil- vægt að skilja sjúklinginn og vandamál hans til hlítar og ekki sizt að nota skilninginn til árangursríkrar meðferð- ar. 1 stuttu máli, að finna rétta sjúk- dómsgreiningu. Svör við þessum spurningum og ótal fleiri ásamt frábærri og skemmtilegri umfjöllun margra vandamála, sem upp koma í skiptum lækna við sjúklinga sína, finnast í ofangreindri bók. Bók þessa samdi Balint fyrst 1957 og greinir frá niðurstöðum margra ára rannsókna hóps 14 almennra lækna og geðlæknis (Balints sjálfs). Ástæðan til að þessi rannsóknaráætlun var sett á laggirnar upphaflega, var sú merkilega staðreynd, að það „lyf", sem læknar gefa sjúklingum sínum oftast, er ein- mitt læknirinn sjálfur! Balint og félagar hans komust skjótt að því, að farmakólogia þessa lyfs var ekki til. Lesefni um þetta var afar fá- tæklegt. Fáa eða engar rannsóknir höfðu verið gerðar. Upplýsingafátæktin um algengasta lyfið var ógnvekjandi samanborin við allt, sem skrifað hafði verið um önnur og ómerkari lyf, jafnvel þau, sem nýkomin voru á markaðinn. Hver á skammturinn að vera? Á hvaða formi skal lyfið gefið? Hve oft á að gefa það? Hvar er hinn læknandi skammtur og hve hár á framhalds- skammturinn að vera? Eru aukaverk- anir? Ofnæmisviðbrögð ? Balint og fé- lagar hans ákváðu að semja þessa nýju farmakólógíu. Þeir hittust vikulega og ræddu málin. Vinna þeirra stóð í 3 ár, sumra lengur. Vitað er, að öllu sálrænu og tilfinn- ingalegu álagi fylgja ýmis likamleg við- brögð og tilfinningar. Þegar svo er komið, að allflestir borgarar velmeg- unarþjóðfélagsins eru þrúgaðir af streitu, er ekki að undra, þótt margir skreppi til læknis og kvarti dálítið. Við þessi samskipti tengjast læknirinn og sjúklingurinn miklu nánari sálrænum böndum en venjulegar kennslubækur greina frá. Þau krefjast líka svo mikill- ar þekkingar af læknum I greiningu sál- rænna vandamála (psycho-diagnosis) og samtalsmeðferð (psychotherapy), að al- mennur læknir er algjörlega ófær um að valda þessu verkefni. Verkefni Balints og félaga varð því þrískipt: 1. Að rannsaka hin sálrænu tengsl í almennum lækningum. 2. Að þjálfa almenna lækna til þess starfs (að rannsaka tengslin). 3. Finna upp að- ferðir til slíkrar þjálfunar. En aðalviðfangsefni Balints í bók þessari er: Að lýsa ákveðnum atriðum í sambandi læknis og sjúklings, (hinum óæskilegu aukaverkunum „lyfsins" læknir), sem valda bæði sjúklingnum og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.