Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 68
60
LÆKNANEMINN
eins og þeim sýnist án þess að vekja
athygli.
Námið sjálft get ég lítið dæmt um,
af því ég hef aldrei verið í háskólanámi
erlendis. Ég veit samt, að menn læra 1
öllum meginatriðum það sama hér og
í Skandinaviu, enda mjög lík þjóðfélög.
1 gamla námskerfinu lærðum við samt
greinilega meiri anatómiu, en fáum því
miður ekki kennslu í félagsiæknisfræði,
nema óbeint í t. d. geðlækningum. Hér
í deildinni eru bæjarvaktirnar með
vaktlækni mjög jákvæð og athyglisverð
tilraun, enda er kennsla í heimilislækn-
ingum aðeins á tilraunastigi, einnig á
hinum Norðurlöndunum.
Smæð flestra árganga hér stuðlar
að betri kynnum milli kennara og nem-
enda. Sumir kennarar eru mjög dug-
legir að virkja nemendur í kennslunni,
annaðhvort með því að stúdentar flytja
fyrirlestra fyrir samstúdenta sína eða
gera þá að lausráðnum kennurum fyrir
yngri árganga, hvort tvegga með yfir-
leitt mjög góðum árangri.
Hitt er annað mál, hvort stúdentar
taka sjálfir nægilegt frumkvæði i
venjulegum kennslustundum. Mér virð-
ast þeir vera of tillitssamir gagnvart
kennurum og gera of sjaldan athuga-
semdir, ef eitthvað orkar tvímælis, eða
ef kennari útskýrir ekki á fullnægj-
andi hátt. Þannig er þvl einnig farið í
skandinavískum skólum og stafar af
því, að nemendur fá hvergi þjálfun I að
tjá sig munnlega. Ef til vill eru kenn-
arar ennþá svo mikil ,,autoritet“, að
menn hika við að gagnrýna í tímanum,
þó auðvitað megi baktala þá eftir tím-
ann! — 1 bandarískum skólum er hins
vegar frá 1. bekk í barnaskóla lögð
mikil áherzla á, að nemendur spyrji og
geri athugasemdir í tíma (og ótíma,
jafnvel!).
Stúdentar halda því hins vegar stund-
um fram, að Islendingar séu hlédrægir
að eðlisfari, og lýsi það sér bæði í
kennslustundum og gagnvart ókunnug-
um. Það er nokkuð almenn skoðun hjá
útlendingum, sem byrja hér í skóla, að
erfitt sé að komast i kynni við Islend-
inga í byrjun. Þetta held ég stafi mik-
ið af því, að báðjr aðilar eru hræddir
við að segja eitthvað óviðeigandi, og
hvorugur þorir að taka frumkvæðið. Eg
man vel eftir fyrsta garðsballinu, þeg-
ar nokkrir bekkjarbræður sögðu mér,
að þá hefði lengi langað að ræða við
mig, en-------- — .
Nú eru tungumálaörðugleikar sjálf-
sagt mikilvægur þáttur í þessum vanda-
málum. Ég held, að vandinn sé meiri,
einmitt vegna þess að Islendingar
kunna nógu mikla skandinavísku til að
skilja nauðsynlega hluti. Sumir tala
hana vel, til mikils léttis fyrir nýkom-
inn Skandinava, sem allt í einu þarf að
aðlaga sig nýju námi, fólki, umhverfi
og þjóðfélagi, til viðbótar við málið. En
í reynd er það frekar bjarnargreiði að
tala ekki strax íslenzku við menn, sem
ættu að læra hana sem fyrst, til að
geta fylgzt með i skóla og lifað eðlilegu
lífi.
Sjálfur var ég svo heppinn að vinna
með unglingum, sem skildu ekki
dönsku! úti í sveit, sumarið áður en ég
byrjaði að læra. Ég held, að allir hefðu
gott af svipaðri reynslu eða a. m. k.
íslenzkunámskeiði áður en skólinn hefst,
jafnvel með lokaprófi eins og tíðkast
fyrir erlenda stúdenta í Þýzkalandi.
Það eru ekki aðeins praktískar ástæð-
ur fyrir því að læra sem fyrst tungu-
málið í því landi, sem maður er gestur
í. 1 litlum löndum eins og Islandi og
Noregi finnst mönnum það ánægjulegt
og bera vott um áhuga á að kynnast
landi og þjóð, ef útlendingar leggja það
á sig að læra tungu landsins. Öfugt
þykir þeim það hálfgerð móðgun við
sig, sérstaklega ef aðrir reyna ekki að
læra málið, þegar til lengdar lætur.
Ég held þannig, að bæði Norðmenn og
Islendingar séu yfirleitt þjóðernissinn-
aðir í eðli sínu. 1 Noregi sér maður það
greinilega í EBE-málinu, þegar meiri-
hluti landsmanna er nú á móti innlim-
un í bandalagið, þó að svo til öll dag-
blöð, fjórir af fimm þingflokkum og
allur þorri efnahagslífs- og verkalýðs-
forystu heldur uppi sífelldum áróðri fyr-
ir inngöngu Noregs.
Islendingar eru sjálfir yfirleitt opin-
skárri og harðorðari á eigið þjóðfélag
en tíðkast erlendis. Þjóðernistilfinning-
arnar koma hins vegar í ljós, ef ein-
hver leyfir sér að gagnrýna Island á er-
lendum vettvangi, hvort sem það eru er-
lendir fréttamenn, íslenzkir stúdentar
erlendis eða Halldór Laxness sjálfur.
Þess vegna fannst mér fróðlegt að taka
eftir því, hvort öði-um stúdentum fyndist
það óviðeigandi, að útlendingur tæki
þátt í stúdentapólitík. Mér til ánægju
var því næstum undantekningalaust vel
tekið. Þátttaka í félagslífi, hvort sem
um er að ræða kristileg eða pólitísk
félög, íþróttafélög, deildarfélög eða aðra
hópstarfsemi, er einmitt bezta leiðin til
að kynnast ,,innfæddum“, og hafa bæði
ég að aðrir haft gagn og gaman af.