Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 74
66
LÆKNANEMINN
Þorvaldur Veigar Guðmundsson tal-
aði um meinefnafræði og bætti örlitlu
við almennt rabb Stefáns um tilrauna-
stofurnar.
Loks talaði Þórir Dan Björnsson,
cand. med., um klíníska farmakólógiu.
Hann notaði mikið myndvörpur við
málflutning sinn.
Þeir þremenningarnir svöruðu spurn-
ingum eftir á, m. a. um nám, starfsað-
stöðu hérlendis o g þörf menntaðra
manna á þessu sviði, það kom í ljós, að
aðstaðan er mjög' léleg á íslenzkum
sjúkrahúsum. Að lokum sleit Guðmund-
ur Þorgeirsson fundinum.
Pundur í I. kennslustofu H.I., 24.2.
72. Fundarefni: Um áverka á höfði og
heila, tvö erindi, sem taugaskurðlækn-
arnir Bjarni Hannesson og Kristinn
Guðmundsson fluttu með mörgum rtg.
craniummynöum af sjúklingum, sem
þeir höfðu meðhöndlað, frá því þeir
byrjuðu hér í haust. Töluvert var spurt
á eftir, en fundi lauk um kl. 23.30. I
upphafi fundar hafði formað'ur lagt
fram breytingartillögur Kennslunefndar
læknadeildar við nýlega reglugerð
deildarinnar, einkum 43. gr. hennar um
próf í læknadeild, en 1. marz skyldu
breytingarnar lagðar fyrir deildarfund
til afgreiðslu. Mæltist formaður til þess,
að félagar ræddu þessar breytingartil-
lögur, og lagði hann jafnframt fram
ályktun frá stjórn F.L. um, að lækna-
nemar lýstu stuðningi sínum við þær,
og hjálpuðu þannig fulltrúum sínum
og kennslunefnd deildarinnar til að fá
þær samþykktar á deildarfundinum.
Ekkert voru tillögurnar ræddar, en
samþykktar með öllum greiddum at-
kvæðum.
1. marz 1972 var árshátíð F.L. haldin
og að venju í Þjóðleikhússkjallaran-
um. Ýtarlega verður sagt frá allri þeirri
samkomu í næsta blaði.
Fimmtudaginn 9. marz 1972 var fund-
ur í I. kennslustofu H. 1. Fundarefni:
Epilepsia. Flutningsmenn: Jón Sigurðs-
son, II. hl., sem talaði um pharmaco-
logiu; Gunnar Valtýsson, III. hl., ein-
kenni, orsakir; Stefán Matthíasson, III.
hluta, greining, meðferð, horfur. Revisor
var Sverrir Bergmann, neurolog. Öll-
um var þeim þökkuð góð frammistaða í
fundarlok eftir liflegar spurningar og
umræður.
Heimsókn frá Angóla.
Þann 1. til 9. marz var hér staiklur
maður frá Angóla. Angóla er i)ortúgölsk
nýlenda, þar sem vopnuð andspyrnu-
hreyfing innfæddra gegn valdaherrum
frá Lissabon hefur borið mestan árang-
ur. Fjöldauppreisn gegn harðstjórninni
var bæld niður 1961, og 150.000 manns
flúðu tii nágrannalanda, þar sem and-
spyrnan var skipulögð. M.P.L.A. (Movi-
mento popular de iibertacao de Angola)
hefur nú yfirráð yfir einum þriðja af
Angóla, eða svæði, sem er stærra en
Frakkland, Þýzkaland og Ítalía sam-
tals. Á þessu svæði hefur skæruliða-
hreyfingin byggt upp nauðsynlega þjón-
ustu við íbúana, eins og skóla og heilsu-
þjónustu, sjáifsagt við mjög erfiðar að-
stæour, enda aðeins 8 læknar og 7
hjúkrunarkonur starfandi á frelsaða
svæðinu. 1 næsta Læknanema mun koma
grein um sérstök læknisfræðileg vanda-
mál á þessu svæði.
M.P.L.A. rekur upplýsingaskrifstofu í
Stokkhólmi, sem einnig safnar ]>ening-
um, lyfjum og læknistækjum fyrir
frjálst Angóia. Fulltrúinn þar kom til
Islands 1. marz í boði ýmissa íslenzkra
samtaka. Meðal annars hélt hann fund
í Háskólanum, og voru læknanemar
hvattir til að mæta.
FLOBA
MEDICORUM
ET
CHIRURGORUM
fæst hjá ritnefndarmönnum.