Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 103
LÆKNAN E MINN
89
uppgötvast þetta ástand með loft-
myndum, er sýna tilfærslu á heila-
hólfakerfi. Meðferð með steroid-
um og/eða diuretica kemur að litlu
haldi, og við þetta verður að eiga
kirurgiskt. Raunar hefur sú með-
ferð gefið góða raun. Hægfara
mynd við blæðingu getur komið
með þeim hætti einnig, að lítið gat
myndast á æðavegg, og ef blóð-
þrýstingur er ekki mjög hár, síast
út blóð hægt og jafnt. En í stað
þess að eyðileggja stór svæði í
heilavef, þrýstist það inn, milli og
eftir taugaþráðum og aðskilur þá.
Einkenni fara þannig hægt vax-
andi, en ef blæðing stendur stutt,
þarf venjulega enga sérhæfa með-
ferð, og raunar verður lítilli medi-
cinskri meðferð við komið. Ef til
mjög alvarlegs ástands kemur,
verður að íhuga skurðaðgerð.
Menn höfðu eitt sinn þá trú, að
hægfara heilablóðfall væri aldrei
blæðing heldur alltaf stífla. I»ví
miður er þetta ekki svo, og 18%
hægfara heilablóðfalls eru blæð-
ingar (Glynn 1956). Þar sem svo
blóðþynning er hin eina afgerandi
medicinska meðferð, en yrði þó
ekki notuð, þegar um blæðingu
væri að ræða, sýnir þetta okkur,
hversu mikilvægt er, að greining
hins sjúklega þáttar sé örugg og
óyggjandi. Við getum einnig af
þessu séð, að útlit mænuvökva er
ekki eitt nægjanlegt eða með öllu
áreiðanlegt.
Emboliur eru sjaldnast hægfara
heilablóðföll. Þar gerast hlutirnir
skyndilega með hámarksafleiðingu
samstundis. Hægfara gæti þetta þó
orðið með þeim hætti, að thrombus
hlæðist út frá stíflunni og næði
smám saman að loka fleiri grein-
um stofnæðarinnar. Ástæðan til
þess, að þetta gerist sjaldan, er
sú, að bíóðþynningarmeðferð er
beitt, og hindrar liún þetta. Síð-
búinn bjúgur gæti auðvitað mynd-
azt einsog í seinna dæminu hér að
framan.
Hægfara heilablóðfall getur gef-
ið til kynna, að hálsæð sé að lokast
einsog ljóst kemur fram af fyrra
dæminu hér á undan. Þrenging eða
lokun á hálsæð(um) er svo mikil-
væg í sambandi við heilablóðfall,
að um þetta efni verður fjallað
sérstaklega síðar í þessari grein,
og vísa ég til þess, og hef ekki um
fleiri orð að sinni.
Langalgengasta orsök hægfara
heilablóðfalls er æðastífla í mynd
thrombosu (alls í 70-75% tilfélla,
þegar tekið er saman extra- og
intracranial æðaþrengsli og stífl-
ur). Blóðmagn til heilasvæðis
minnkar smám saman. Þannig er
fyrst til staðar blóðskorts (ischae-
miskt) ástand, en endar loks sem
drep (infarction), ef engum vörn-
um verður við komið og ef ekki
er nægilegt hliðarstreymi blóðs
mögulegt. Það myndast loks
thrombus á atheromatusu æða-
svæði. Stundum hjálpa til þættir
einsog þurrkur og/eða blóðþrýst-
ingsfall, en oftar virðast engar
meðvirkandi skýringar. Það er
fyrst og fremst hér, sem menn
velta fyrir sér blóðþynningu á
réttu augnabliki. Þetta er hin
táknræna mynd hægfara heila-
blóðfalls skv. fyrri skilgreiningu í
upphafi þessa kafla, en auðvitað
getur einnig komið fram síðari
myndin, þ.e.a.s. síðbúinn heila-
bjúgur, sem meðhöndla verður
með steroidum og/eða diuretica,
jafnvel með kirurgiskri decom-
pression.
Svo ráðlítil sem við oftast stönd-
um gagnvart algeru heilablóðfalli,
þá skapast a.m.k. annað viðhorf,
þegar við höfum undir höndum
sjúkling, þar sem heilablóðfallið er
að gerast. Þær spurningar hljóta