Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 111
LÆKNANEMINN
97
getur skyggniefnið valdið alvarleg-
um æðasamdrætti. Raunar er
merkilegt, hversu sjaldan þetta
skeður. En hættan er fyrir hendi,
og mikilvægi góðrar tækni í hönd-
um vel þjálfaðs röntgenlæknis er
ómetanlegt.
Enn meiri hætta er við að reyna
að stinga beint í vertebralisæð,
enda er æðin smá, og verulegar
líkur eru til þess, að nálin sitji
ekki vel í henni og fram komi æða-
samdrættir af skyggniefninu með
alvarlegum einkennum frá heila-
stofni. Þá er erfitt að þrýsta á
þessa æð eftir rannsókn, svo að
stór haematoma myndast auðveld-
lega. Þá er þess einnig að geta, að
við bsina stungu sjást ekki upp-
tök æðarinnar, en þar er helzt að
finna þrengingar. Flestir gera því
vertebralis-æðamynd með þræð-
ingu.
Þræðingu verður að beita, þeg-
ar gera á fjögurra æðamynd
(arcus aortogram). Á ungu fólki
gengur þetta venjulegast um
femoralæð, og er aðgerðin hættu-
lítil, ef þess er gætt að þrýsta ekki
áfram slöngunni, ef einhver fyrir-
staða virðist vera. Þræðing eftir
öðrum leiðum hefur gefizt misjafn-
lega, og hefur í för með sér meiri
áhættu. Einna helzt myndi mælt
með þræðingu um axillarisæð, en
oft verður að gera þá þræðingu
beggja vegna, svo að allar hálsæð-
ar sjáist. Þetta er annars nokkuð
stór æð, oft laus við skemmdir, og
auðvelt er að þrýsta á hana að
rannsókn lokinni. Hættan við
þræðingu eftir subclavian æð með
beinni stungu er sú að fara í gegn-
um brjósthimnu og valda pneumo-
thorax. Brachial-æðar-þræðing get-
ur síðar leitt til hlutfallslegrar
(relativrar) ischaemiu í hand-
leggnum og þá verkja og mátt-
leysis samfara áreynslu.
Af þessu má Ijóst vera mikilvægi
þess, að rannsóknir með æðamynd-
um séu vel skipulagðar, þannig að
sem mestar og um leið nauðsyn-
legar upplýsingar verði fengnar
með sem minnstri áhættu fyrir
sjúklinginn, og engin áhætta tekin,
ef líklegt er, að upplýsingar rann-
sóknarinnar muni engu breyta um
meðferð.
Meðferð á lokun og þrengingum
í hálsæðum verða ræddar í næstu
köflum og vísast til þess.
--'Á---
SKURÐAÐGERÐIR VIÐ
HEILABLÓÐGÖLLUM
Skurðaðgerðir eru einasta með-
ferðin við epidural og subdural
blæðingar, þótt stundum sé hugs-
anlegt að komast hjá aðgerð við
minniháttar subdural blæðingar.
Skurðaðgerðir eru alltaf æskilegar
við subarachnoid blæðingar vegna
aneurysma og æðamissmíða, en
þeim verður ekki alltaf viðkomið.
Skurðaðgerðir eru sjaldnast árang-
ursríkar við heilablóðföll af völd-
um intracerebral blæðingar eða
stíflu. Stundum kemur þó til
greina að tæma út blóðköggla eða
létta af þrýstingi með decom-
pression, þegar annað dugar ekki
til. Vísast annars um þetta til þess,
er sagt var fyrr í greininni um
heilablóðfall.
Þegar orsaka heilablóðfalls er
að finna í þröngum og lokuðum
hálsæðum, kemur skurðlækning
alltaf til álita, en um beitingu
hennar fer þá að mestu leyti eftir
því, á hvaða stigi heilablóðfall er,
þegar orsök þess í hálsæð uppgötv-
ast. Hér er reiknað með, að
skemmdin sé aðgengileg.
1) Þrengingar (stenosur): a)
Hafi þær gefið sig til kynna sem
tímabundnar blóðrásartruflanir í