Læknaneminn - 01.03.1972, Side 131
LÆKN AN EMINN
113
var að vísu ekki ljós fyrir 75 ár-
um síðan.
Hins vegar er þegar frá byrjun
greinilegt, að ýmsum hefur dott-
ið í hug að nota X-geislana til
sjúkdómsmeðferðar. Þannig skrif-
ar franskur læknir 1. febrúar 1896
grein í Lancet og lætur þar að því
liggja, að e. t. v. megi meðhöndla
lungnaberkla með röntgengeislum,
en 3 vikum síðar birti sami mað-
ur grein og skýrir frá tilraunum
sínum með áhrif X-geislanna á
ræktun barnaveikis- og berkla-
bakteria, og að geislarnir hefðu
ekki haft nein bakteriueyðandi
áhrif. Þetta er mjög athyglisverð
tilraun og trúlega sú fyrsta í þá
átt að nota jónandi geislun sem
sótthreinsunartæki, en eins og
mörgum mun kunnugt, er í dag
jónandi geislun notuð mjög mikið
í sótthreinsandi og veirudrepandi
tilgangi. I nóvember 1896 birtir
Vínarlæknirinn L. Freund frá-
sögu um fyrstu árangursríku
notkun röntgengeislanna til sjúk-
dómsmeðferðar. Þar var um að
ræða stúlku með pigmenteraðan
fæðingarblett. Síðan birtast marg-
ar greinar um sjúkdómsmeðferð,
meðal athyglisverðra frásagna er
grein eftir Despeignes, franskan
lækni í Lyon, sem skýrir frá því,
að hann hafi fengið greinilegan
afturbata hjá sjúklingi með maga-
krabba, með því að láta hann
sitja í röntgengeislum tvisvar á
dag hálftíma í senn í 2—3 vikur.
I Bandaríkjunum bar Edison um
þessar mundir höfuð og herðar
yfir alla samtíð sína sem átrúnað-
argoð í rafmagnsverkfræði og
annarri tæknilegri þróun, og það
var því eðlilegt, að rannsóknar-
stofur hans tækju upp rannsóknir
á röntgengeislunum og eðli þeirra.
Telja má líklegt, að fyrstu öruggu
skýrslurnar um óæskileg og hættu-
leg líffræðileg áhrif geislanna hafi
komið frá rannsóknarstofu Edi-
sons. Þannig var skýrt frá því af
Daniel, 1896, í Science, að sjúkl-
ingur, sem tekin var höfuðmynd
af, varð fyrir hárlosi síðar meir
og fékk rúmlega 5 cm stóran sköll-
óttan blett á höfuðið. Það fylgir
þessari sögu, að myndatökutím-
inn, exponeringstíminn, var 1 klst.
Á árinu 1896 er einnig skýrt frá
manni í Þýzkalandi, sem vegna
eczems í höfuðsverði fékk einn eða
tvo röntgenskammta, í hvert skipti
5—10 mín., daglega í 4 vikur. Þar
varð einnig hárlos, en síðan fékk
sjúklingurinn mikinn roða og nýtt
eczem, og auk þess húðbrunabreyt-
ingar á bæði baki og bringu.
Mönnum varð fljótlega ljóst, að
þessar húðskemmdir af röntgen-
geislum voru næstum ólæknandi.
Mæliaðferðir voru mjög ófull-
komnar, og þekking manna á skað-
semi geislanna var lengi fram eft-
ið það óljós, að jafnvel fram undir
1920 þótti ekkert við það athuga-
vert, að læknar bæru sína eigin
hendi í röntgengeislann, fyrir
framan skyggniskerm, t. d. til
þess að meta hörku geislunarinnar.
Fyrstu áratugir sögu röntgen-
geislunarinnar eru líka saga fórna
á altari vanþekkingarinnar, hvað
þetta snertir, og þeir skipta hundr-
uðum læknar og eðlisfræðingar,
sem misstu líf og heilsu vegna
þess, að líffræðilegar aukaverkan-
ir geislanna voru þeim ekki ljósar,
og mælitækni og nákvæm skömmt-
un geislanna var ekki fyrir hendi.
Við St. Georgs sjúkrahúsið í Ham-
borg var 1936 reistur steinn til
minningar um fórnarlömb rönt-
gengeislanna, og á þessum steini
eru nöfn 360 lækna, eðlisfræðinga
og annarra vísindamanna frá
fyrstu áratugum röntgengeislanna.
Það var ekki aðeins meðal lækna