Læknaneminn - 01.03.1972, Síða 137
LÆKNANEMINN
119
mennum hegningarlögum kemur
ekki, nema sérstök lagaheimild sé
til þess að refsa fyrir þau. Hins
vegar nægir gáleysi sem saknæm-
isskilyrði, samkvæmt sérrefsilög-
um, nema annað sé tekið fram.
Einnig gilda, þegar beitt er sér-
refsilögum, ákvæði hegningarlaga
um tilraun og hlutdeild, ýmis kon-
ar skilorðsbindingu, öryggisráð-
stafanir og um atriði, sem hafa
skal hliðsjón af, þegar refsihæð
er ákveðin. Hið sama er að segja
um sjálfar refsingarnar. Um þær
segir í 31. gr. hegningarlaganna,
að refsingar séu tvenns konar:
refsivist og fésektir. Refsivistin er
tvenns konar: fangelsi og varð-
hald. Lengd refsivistar fer eftir at-
vikum máls og refsiákvæðum um
brotið. Varðhald getur staðið frá
5 dögum til 2 ára, en fangelsi frá
30 dögum til 16 ára. Einnig er
heimilt að dæma menn til fangels-
isvistar ævilangt, en mjög sérstak-
lega þarf að standa á, til að menn
verði dæmdir í fangelsi, sem skal
standa lengur en í 16 ár, en þó
ekki ævilangt.
Sá, sem talinn er hafa brotið
refsiákvæði, hvort sem þau eru í
læknalögum eða öðrum lögum,
verður ekki sóttur til refsingar a.f
öðrum en saksóknara ríkisins. Á
saksóknara hvílir sú skylda að
höfða opinbert mál, ef það, sem
fram kemur við rannsókn, er að
hans mati nægilegt eða líklegt til
sakfellis. Segir um þessi atriði í
lögum um meðferð opinberra mála
nr. 32/1961. Rétt er að leggja
áherzlu á, að einstaklingur, sem
kann að telja lækni hafa brotið
lög og hafa unnið til refsingar,
verður að láta sér nægja að kæra
lækninn, sem kallað er, þ.e. til-
kynna hið meinta brot. Það er að-
eins í fáum tilvikum, sem nauðsyn-
legt er, að slíkri tilkynningu fylgi
krafa um aðgerðir, en engu að síð-
ur er venja, að í skriflegum kær-
um sé slík krafa. Kæru má beina
til lögreglu, sakadómara eða sak-
sóknara ríkisins. Þegar kært hef-
ur verið, er málið úr höndum kær-
anda, og rannsókn og ákvörðun
um ákæru er í höndum handhafa
opinbers valds. Einstaklingar geta
aftur á móti farið í skaðabótamál
alveg án tillits til viðbragða lög-
reglu, dómara eða saksóknara rík-
isins. Ef opinbert mál hefur verið
höfðað, er heimilt að sameina
skaðabótamálið og opinbera mál-
ið, en ella fjallar ekki sami dóm-
stóll um refsi- og bótakröfurnar.
Um opinber mál, sem einnig eru
kölluð refsimál, er fjallað í saka-
dómi, en um skaðabótamál, sem
eru hluti svokallaðra einkamála, er
fjallað á bæjarþingi í kaupstöð-
um, en á aukadómþingi sýslnanna
utan kaupstaða. Skipting í opin-
ber mál og einkamál er mikilvægt
atriði 1 réttarfari okkar nú á dög-
um. Um meðferð einkamála í hér-
aði eru í gildi lög nr. 85/1936, sem
kalla má aðallagabálkinn um rétt-
arfar hér á landi. — Þess er að
geta, að í nokkrum tiivikum þarf
kröfu frá þeim, sem misgert var
við, til að saksóknari geti höfðað
mál. Svo er um ýmiss konar rösk-
un á friðhelgi einkalífs, svo og um
minni háttar eignaspjöll. Stund-
um verður refsikrafa alls ekki
gerð nema af einstaklingi, en þá
verður að höfða einkamál til að
koma henni fram. Svo er almennt
um ærumeiðingar, svokallað ger-
tæki, þ.e. ólögmætar aðgerðir til
að ná eigin rétti, o.fl. Vegna minni
háttar líkamsmeiðinga má hvort
sem er höfða einkamál eða opin-
bert mál. Þess er að geta, að fræði-
lega er hugsanlegt, að viðskipti
sjúklings og læknis teldist leiða
til minni háttar líkamsmeiðinga og