Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 137

Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 137
LÆKNANEMINN 119 mennum hegningarlögum kemur ekki, nema sérstök lagaheimild sé til þess að refsa fyrir þau. Hins vegar nægir gáleysi sem saknæm- isskilyrði, samkvæmt sérrefsilög- um, nema annað sé tekið fram. Einnig gilda, þegar beitt er sér- refsilögum, ákvæði hegningarlaga um tilraun og hlutdeild, ýmis kon- ar skilorðsbindingu, öryggisráð- stafanir og um atriði, sem hafa skal hliðsjón af, þegar refsihæð er ákveðin. Hið sama er að segja um sjálfar refsingarnar. Um þær segir í 31. gr. hegningarlaganna, að refsingar séu tvenns konar: refsivist og fésektir. Refsivistin er tvenns konar: fangelsi og varð- hald. Lengd refsivistar fer eftir at- vikum máls og refsiákvæðum um brotið. Varðhald getur staðið frá 5 dögum til 2 ára, en fangelsi frá 30 dögum til 16 ára. Einnig er heimilt að dæma menn til fangels- isvistar ævilangt, en mjög sérstak- lega þarf að standa á, til að menn verði dæmdir í fangelsi, sem skal standa lengur en í 16 ár, en þó ekki ævilangt. Sá, sem talinn er hafa brotið refsiákvæði, hvort sem þau eru í læknalögum eða öðrum lögum, verður ekki sóttur til refsingar a.f öðrum en saksóknara ríkisins. Á saksóknara hvílir sú skylda að höfða opinbert mál, ef það, sem fram kemur við rannsókn, er að hans mati nægilegt eða líklegt til sakfellis. Segir um þessi atriði í lögum um meðferð opinberra mála nr. 32/1961. Rétt er að leggja áherzlu á, að einstaklingur, sem kann að telja lækni hafa brotið lög og hafa unnið til refsingar, verður að láta sér nægja að kæra lækninn, sem kallað er, þ.e. til- kynna hið meinta brot. Það er að- eins í fáum tilvikum, sem nauðsyn- legt er, að slíkri tilkynningu fylgi krafa um aðgerðir, en engu að síð- ur er venja, að í skriflegum kær- um sé slík krafa. Kæru má beina til lögreglu, sakadómara eða sak- sóknara ríkisins. Þegar kært hef- ur verið, er málið úr höndum kær- anda, og rannsókn og ákvörðun um ákæru er í höndum handhafa opinbers valds. Einstaklingar geta aftur á móti farið í skaðabótamál alveg án tillits til viðbragða lög- reglu, dómara eða saksóknara rík- isins. Ef opinbert mál hefur verið höfðað, er heimilt að sameina skaðabótamálið og opinbera mál- ið, en ella fjallar ekki sami dóm- stóll um refsi- og bótakröfurnar. Um opinber mál, sem einnig eru kölluð refsimál, er fjallað í saka- dómi, en um skaðabótamál, sem eru hluti svokallaðra einkamála, er fjallað á bæjarþingi í kaupstöð- um, en á aukadómþingi sýslnanna utan kaupstaða. Skipting í opin- ber mál og einkamál er mikilvægt atriði 1 réttarfari okkar nú á dög- um. Um meðferð einkamála í hér- aði eru í gildi lög nr. 85/1936, sem kalla má aðallagabálkinn um rétt- arfar hér á landi. — Þess er að geta, að í nokkrum tiivikum þarf kröfu frá þeim, sem misgert var við, til að saksóknari geti höfðað mál. Svo er um ýmiss konar rösk- un á friðhelgi einkalífs, svo og um minni háttar eignaspjöll. Stund- um verður refsikrafa alls ekki gerð nema af einstaklingi, en þá verður að höfða einkamál til að koma henni fram. Svo er almennt um ærumeiðingar, svokallað ger- tæki, þ.e. ólögmætar aðgerðir til að ná eigin rétti, o.fl. Vegna minni háttar líkamsmeiðinga má hvort sem er höfða einkamál eða opin- bert mál. Þess er að geta, að fræði- lega er hugsanlegt, að viðskipti sjúklings og læknis teldist leiða til minni háttar líkamsmeiðinga og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.