Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 140
122
LÆKNANEMINN
ir um refsingu vegna rangfærslu á
sönnun fyrir því, hverjir séu for-
eldrar barns. XXIII. kafli hegn-
ingarlaganna f jallar um manndráp
og líkamsmeiðingar. Almenna
ákvæðið um manndráp, morð eins
og venjulega er sagt, er í 211. gr.
laganna. Um svokölluð líknarmorð
er rætt í 213. grein og um fóstur-
eyðingar í 216. gr. Um manndráp
af gáleysi er rætt í 215. grein.
f 221. gr. er mælt fyrir um refs-
ingu, ef þeim er ekki hjálpað, sem
staddir eru í lífsháska,endaséunnt
að gera það án hættu fyrir hjálp-
armanninn eða aðra. Á borð við
þetta er það lagt, ef ekki eru gerð-
ar lífgunartilraunir, eftir því sem
tilefni er til. Loks má geta þess,
sem fyrr er að vikið, að hugsa.n-
legt er, að ákvæði hegningarlag-
anna um ærumeiðingar og frið-
helgi einkalífs geti komið til skoð-
unar varðandi læknisstörf.
Um neyðarhjálp eru auk ákvæð-
anna í hegningarlögunum reglur í
tilskipun frá 4. ágúst, 1819, um
skyldu til að bjarga mönnum, sern
sýnast dauðir.
Þess eru dæmi í lögum, að lækn-
um sé skylt að grípa til sérstakra
ráðstafana, þegar þeir fá vitneskju
um tiltekin sjúkdómstilfelli, sbr.
berklavarnarlög nr. 66/1939 og
lög um varnir gegn kynsjúkdóm-
um nr. 91/1932. Sérstakar skyldur
hvíla á læknum um leiðbeiningar
vegna hættu á barnsgetnaði, sbr.
lög nr. 38/1935. Eftir lögum um.
meðferð ölvaðra manna og
drykkjusjúkra nr. 39/1964 er
læknum. sem fá mann til meðferð-
ar, er tekinn hefur verið ölvaður,
skylt að vara hann og aðstandend-
ur hans við, ef þeir telja manninn
drykkjusjúkan eða sjúkdóminn yf-
irvofandi. Eftir læknaskipunarlög'-
um nr. 43/1965 eru héraðslæknar
skyldir til sjúkravitjana í sínum
héruðum og stundum utan þeirra,
hvenær sem þess er leitað, nema
vaktaskipti séu skipulögð í hérað-
inu. Á héraðslæknum hvíla einnig
ýmsar sérstakar skyldur, sem hér
skulu ekki raktar, og bæði varða
læknisstörf og stjórnunarstörf við
heilbrigðisþjónustu. Um fóstureyð-
ingar eru ekki aðeins ákvæði í al-
mennum hegningarlögum, heldur
og í tvennum sérstökum lögum frá
1935 og 1938, sem nú eru í endur-
skoðun.
1 ákvæðum þeim í almennum
hegningarlögum, sem nefnd voru,
er kveðið á um refsingar. I sumum
laganna, er síðast voru nefnd, eru
ákvæði um sektir, en brot gegn
öðrum myndu teljast varða við
læknalögin eða ýmis ákvæði í al-
mennum hegningarlögum. Þess er
að geta, að tekið er fram í lögum
nr. 38/1935, sem varða fóstur-
eyðingar, að brot lækna gegn
þeim geti fallið undir ákvæði hegn-
ingarlaganna og læknalaga, en slík
nákvæmni í lagasmíð er því mið-
ur fátíð.
Þess skal getið, að í íslenzkum
refsilögum er engin almenn regla
um þýðingu þess, að sá, er brot
bitnar á, hafi samþykkt verknað-
inn fyrirfram. Líklegt er, að sam-
þykki á læknisverkum leysi undan
refsingu, þegar á þeim er þörf af
læknisfræðilegum ástæðum. Ef
slíkar ástæður liggja ekki fyrir
varðandi sjúklinginn, heldur er um
að ræða t.d. félagslegar ástæður,
ýmsar skapnaðaraðgerðir, vísinda-
rannsóknir og fleira, myndi senni-
lega reynt að meta, hvert almennt
gildi það markmið hefur, sem haft
er að leiðarljósi. Um þetta ríkir
þó óvissa í íslenzkum rétti.
Skaðabætur
Ef það, sem nú hefur verið rak-
ið, væri öll sagan um réttarreglur