Læknaneminn - 01.03.1972, Page 143
LÆKNANEMINN
123
um ábyrgð lækna. væri íslenzkur
réttur harla ófullkominn á þessu
sviði. E.t.v. er hann það, en þó
er enn ógetið þeirra reglna, sem
einna mestu munu skipta og frá
sjónarmiði lögfræðinga fela í sér
helztu álitaefnin, en það eru skaða-
bótareglurnar varðandi læknis-
störf.
Islenzkur skaðabótarréttur er
ekki skráður í settum lögum nema
að litlu leyti. Aðalheimild hans er
hið svokallaða fordæmi, þ.e. dóm-
ar, fyrst og fremst Hæstaréttar-
dómar, og er áður lauslega að
bessu vikið. Réttarheimildir eru í
íslenzkri lögfræði taldar vera:
settur réttur, réttarvenja, for-
dæmi. lögjöfnun, meginreglur laga
og eðli máls. Fyrir nánari skýr-
ingar á einstökum réttarheimild-
um er ekki rúm í þessari grein,
en af upptalningunni einni má fá
nokkra hugmynd um þetta mikil-
væga atriði.
Það hefur verið venja í íslenzkri
lögfræði, eins og í lögfræði grann-
landanna, að skipta greinargerð
um skaðabótareglur í tvennt: regl-
ur um skaðabætur innan samn-
inga og um skaðabætur utan samn-
inga. Um skaðabætu.r innan samn-
inga er rætt í hinum svokallaða
almenna hluta kröfuréttarins, eins
og aðrar afleiðingar þess, að samn-
ingur er vanefndur. Auk skaða-
bóta koma til álita riftun, afslátt-
ur og dómur um efndir samkvæmt
aðalefni samnings. Um skaðabæt-
ur utan samninga, t.d. bætur vegna
slysa, er rætt í skaðabótarétti,
sem er sérstök undirgrein í kröfu-
rétti. — Gísli G. ísleifsson, hæsta-
réttarlögmaður, ræðir um bóta-
ábyrgð lækna í grein í tímariti
laganema, Ulfljóti, árið 1967. en
greinin nefndist: Læknisfræðileg
sjónarmið í lögfræði, Þar kemst
Gísli að þeirri niðurstöðu, að það
hafi enga úrslitaþýðingu, hvort.
hér teljist vera um að ræða skaða-
bætur innan eða utan samninga.
Er Gísli á sömu skoðun og danski
fræðimaðurinn Ellinor Jakobsen.
sem brátt mun sagt frá. I Þýzka-
landi og Frakklandi er nú almennt
talið, að um bætur innan samninga
sé að ræða. I Frakklandi hafði
verið litið með öðrum hætti á mál-
ið lengi, en 1936 dæmdi æðsti
áfrýjunardómstóll landsins, að um
samningsábyrgð væri að ræða.
Eftir frönskum réttarreglum um
fyrningu hafði þetta þá þýðingu,
að bótakrafa á lækni nokkurn væri
ófyrnd, en kröfur um bætur utan
samninga fyrnast, skv. frönskum
rétti, á mun skemmri tíma en
samningskröfur. Sambærilega þýð-
ingu hefur það ekki að íslenzkura
rétti, hvort talið er, að bætur úr
hendi lækna falli í þenna flokk
eða hinn. Sennilega er réttast að
rannsaka hverju sinni, hvort um
samningsgerð hafi verið að ræða
og hvort efni samningsins. ef um
hann er að ræða, hafi áhrif á
ábyrgð læknisins. Ljóst er, að svo
getur stundum verið. Til dæmis
má hugsa sér. að læknir segi sjúkl-
ingi. að hann hafi gefið honum
tiltekið lyf, en í raun hafi hann
gefið honum annað og ódýrara lyf.
Ef læknirinn hefur tekið borgun
fyrir lyfið, koma samningsreglur
hér til greina. Loforð um sjúkra-
vitjun gæti einnig verið atriði, sem
hér skipti máli. Stundum er ljóst,
að ekki er um samning að ræða,
t,d. þegar læknir fær meðvitundar-
lausan mann til rannsóknar og
meðferðar og framkvæmir aðgerð
án samráðs við sjúklinginn eða
venzlafólk hans. Yfirleitt eru sam-
töl lækna og sjúklinga eða fólks
þeirra með þeim hætti, að ekki er
um að ræða samninga í venjuleg-
um skilningi. — Eftir þessu kæmi