Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 148
128
LÆKNANEMINN
vera þess eðlis, aS geislamag-n væri minna en áætlað var. Samkvæmt
þessu þykir því ekki veröa lögð á stefnda fébótaábyrgð á tjóni því, sem
hann (sic) liefur hlotið af völdum geislameðferðarinnar. Verður stefnd'i
því sýknaffur.....“
Með dómi Hæstaréttar 12. nóv-
ember 1971 var héraðsdómurinn
staðfestur með tilvísun til for-
sendna hans.
Ekki mun rætt frekar um
skaðabætur vegna meðferðarinnar
sjálfrar og ekki rætt sérstaklega
um eftirmeðferð að öðru leyti en
því að nefna, að í dönskum dómi
frá 1965 var spítali dæmdur til að
greiða % af tjóni vegna örorku,
sem talin var stafa af því, að við
meðferð vegna stungusárs á
göngudeild hefði ekki verið gefið
ráð um viðeigandi eftirmeðferð
(U.f.R. 1965, bls. 680, ND 1966,
bls. 371).
Hér hefur verið rætt nokkuð um
það, hvenær talið verði, að athafn-
ir eða athafnaleysi lækna séu sak-
næmar í skilningi skaðbótaréttar,
en það er mikilvægasta atriðið,
sem kanna þarf, þegar skaðabóta-
ábyrgð lækna er virt. Það er einn-
ig skilyrði bótaskyldu, að verk
læknisins sé ólögmætt, en það orð
notar Hæstiréttur í dómi frá 20.
apríl, 1970 (Hrd., XLI, 415) um
vistun á Kleppsspítala. Meðan rek-
ið var sjálfstæðissviptingarmál
gegn manni einum, sem skömmu
áður hafði dvalizt á Kleppi vegna
drykkjusýki, var hann handtekinn
og fluttur á ný á sjúkrahúsið eftir
ósk bróður hans og innlagningar-
beiðni nafngreinds læknis. Maður-
inn sjálfur undirritaði síðar yfir-
lýsingu um, að hann undirgengist
hælisvist og meðferð eftir læknis-
ákvörðun, en afturkallaði þessa yf-
irlýsingu næsta dag. Hann fór
nokkrum dögum síðar af sjúkra-
húsinu, en var fluttur þangað aft-
ur með valdi og dvaldist þar í tæp-
ar 2 vikur, en alls tóku þessir at-
burðir um 6 vikur. Hæstiréttur
dæmdi honum 50.000 kr. miska-
bætur úr ríkissjóði.
Hugsanlegt er, að við læknis-
störf yrði talið, að atferli, sem ella
er ólögmætt, sé lögmætt vegna
reglna um svokallaðan óbeðinn
erindrekstur eða neyðarrétt. Kem-
ur það til í tilvikum, þegar ekki
er unnt eða skynsamlegt að bíða
með læknishjálp vegna slysa eða
annarra sérstakra aðstæðna.
Hér virðist eiga við að ræða
stuttlega, hvort vísindalegir hags-
munir og kennsluhagsmunir rétt-
læti athafnir eða athafnaleysi í
vissum tilvikum, sem ella hefðu
e.t.v. leitt til skaðabótaskyldu. Ég'
hef áður getið um, að þess er kraf-
izt, að læknar fari eftir viður-
kenndum aðferðum læknisfræð-
innar. Þetta segir beinlínis í lög-
unum um fóstureyðingar. Spurn-
ing er, hvort læknar megi af vís-
indalegum ástæðum bregða út frá
þessum viðurkenndu reglum. Það
er ekki líklegt, að íslenzkir dóm-
stólar teldu slíkt leyfilegt, nema
um hættulaust atferli væri að
ræða. Um kennsluhagsmuni er hið
sama að segja. I því sambandi
kemur upp sú spurning, sem áð-
ur er nefnd, hvort ákvæði hegn-
ingarlaganna um móðganir gætu
komið til í slíkum samböndum. Lík-
legt er, að þeir sjúklingar, sem
leggjast athugasemdarlaust inn á
kennsluspítala, verði að sætta sig
við, að um þá sé fjallað í kennslu,
en vafalaust verður að haga
kennslunni á þann hátt, sem bezt.
getur átt við, og hugsanlegt er,