Læknaneminn - 01.03.1972, Side 159
LÆKNANEMINN
137
ing hagnýtist sjúklingunum og
þjóðfélaginu til heilla. Þetta get-
ur ekki orðið, nema læknar haldi
vel vöku sinni varðandi viðhalds-
menntun og bregðist ekki þeirri
ábyrgð, sem þeir hafa til þess að
fræða almenning og stjórnmála-
menn um hagnýtingu framfara og
þá síbreytilegu starfsaðstöðu, sem
læknisþjónustan krefst, til þess að
geta veitt fólkinu þá heilsu og
heill, sem nútímalæknisþjónusta
hefur að bjóða.
Margþœtt vandamál
Heilbrigðisþjónustan hérlendis
er skipulögð af opinberðum aðil-
um, og jafnframt er henni stjórn-
að af þeim, að nokkru leyti ein-
hliða en að sumu leyti í samvinnu
við læknasamtökin. Það virðist því
í fljótu bragði eigi óeðlilegt, að
opinberir aðilar annist gæzlu á
gæðum þjónustunnar og hafi gát
á ábyrgð lækna. Þess ber þó að
gæta, að ábyrgðarþáttur hins opin-
bera, sem skipuleggur, stjórnar og
fjármagnar læknisþjónustuna, er
æði stór fyrir, og gæzlu þess þátt-
ar er ekki vel borgið í höndum
opinberra aðila eingöngu. Mat á
störfum lækna og mistökum er
æði erfitt sökum þess, hve starfið
er flókið. Sem dæmi má nefna, að
stundum koma skaðlegar afleið-
ingar læknismeðferðar ekki fram,
fyrr en langur tími er liðinn. Auka-
verkanir lyfja geta komið fram
eftir mánuði, ár og jafnvel ára-
tugi, en þá er oft erfitt að greina
þær frá ýmsum sjúkdómum, sem
af öðrum toga eru spunnir. Lyf ja-
meðferð eins hóps sjúklinga getur
haft áhrif á afdrif annars hóps,
jafnvel á heilsu ókominna kyn-
slóða. Sum mistakamál geta að
vísu verið skýr og ótvíræð, en í
mörgum tilvikum er aðeins á færi
lækna að meta málsatvik, enda
leita dómstólar til læknaráðs heil-
brigðisstjórnar um svör við fag-
legum atriðum, þegar þeir hafa til
meðferðar mál, sem snerta flókin,
fræðileg störf lækna.
Það er ekki óeðlilegt, að nokk-
urrar tortryggni gæti hjá almenn-
ingi, þegar slík nefnd lækna eða
læknaráð gefur álit um verk stétt-
arinnar, en þess ber að gæta, að
læknaráð dæmir ekki í neinum
málum, heldur svarar ákveðnum
spurningum, sem dómstólar eða
ráðuneyti leggja fyrir það.
Flokkun mistaka
Þegar mistök henda lækni í
starfi, reynir á ábyrgð hans.
Fyrr á tímum, jafnvel í upphafi
þessarar aldar, taldist það til tíð-
inda, ef læknisaðgerð tókst vel. Nú
er viðhorfið sem betur fer breytt,
það þykir eðlilegt, að læknisað-
gerðir takist, og fremur frásagna-
vert, ef út af ber. Þá er það enn
svo, að nýjar lækningaaðferðir,
sem vel takast, eru taldar til stór-
tíðinda. Ef lækni mistekst í starfi,
má oft rekja orsakir til annríkis,
þreytu, vanþekkingar, vanrækslu
og lélegrar starfsaðstöðu; það síð-
asttalda þó eigi þýðingarminnst.
Annríki, þreyta í starfi og léleg
starfsaðstaða eru atriði, sem lækn-
ar og stjórnendur heilbrigðismála
bera sameiginlega ábyrgð á.
Á Alþjóðaþingi lækna í Osló
1970 var talið, að vanræksla og
vanþekking væru þau atriði, sem
læknar ættu að bera hvað mesta
ábyrgð á, og jafnvel einu atriðin,
sem gerðu þá fébótaskyldu. Leiðir,
sem stefna að því marki að minnka
mistök lækna, eru fyrst og fremst
fólgnar í menntun þeirra, þar með
talinni stöðugri viðhaldsmenntun,
og í öðru lagi skipulagi læknis-
þjónustunnar og aðstöðu til starfa.