Úrval - 01.12.1961, Page 39
ÞÚSUND ÞJALA SMIÐUR
47
í nokkur missiri safnaði hann
skýrslum um atvinnu, en þó
einkum um búnaðarhætti og af-
komu bænda í þessum löndum.
Þegar hann hafði þau gögn í
höndum, gat hann gert hinn
raunverulega samanburð. f ó-
prentuðum bæklingi, sem Stefán
lét eftir sig, segir hann m. a.
um niðurstöður útreikninga
sinna: „Að þvi er vinnulaun
bændanna í Manitoba snertir,
þá kom það út, að þeir fengu
mikið minna af flestum nauð-
synjavörum þeim, er þeir þurftu
að kaupa, fyrir hver 100 pund
i afurðum búa sinna, heldur en
bóndinn á íslandi fékk þar
heima þá af sömu vöru fyrir
sama magn af sams konar af-
urðum búa sinna.“
Þegar hann hafði þetta i
höndum, þaggaði hann ekki
lengur niður heimþrá sína.
Það var árið 1899, eftir 12
ára dvöl í Vesturheimi, að Stef-
án hélt til heimalandsins. Árið
1893 hafði hann gengið að eiga
heitmey sína, Jóhönnu Sigfús-
dóttur. Var hún dóttir Þóru
Sveinsdóttur og Sigfúsar Péturs-
sonar, er bjuggu í Skógargerði
i Nýja-íslandi, en höfðu farið af
Pljótsdalshéraði vestur árið 1877
og numið land við íslendinga-
fljót.
Á þessum árum hafði verið
látlaus fólksflutningur frá ís-
landi vestur um haf. í byggðum
íslendinga i Kanada fjölgaði
mjög ört, og íslendingaborgin
Winnipeg hafði vaxið að sama
skapi. Þar voru nú um 40 þús-
und manns. Atvinnulíf og menn-
ingarlíf var í blóma. Úti um
sveitir Manitoba hafði hagur
margra batnað, og komið var
yfir mestu örðugleika landnem-
anna.
Það mátti þvi til nokkurra
tíðinda teljast, er Stefán tók sig
upp og hélt frá því framfara-
landi, alfarinn heim.
Hinn 18. febrúar 1902 flutti
Stefán B. Jónsson fyrirlestur í
Reykjavik, er hann nefndi: ís-
land og Amerika. Vel hefði mátt
ætla, að maður, sem hafði snúið
baki við Vesturheimi til þess
að setjast aftur að á fósturlan^-
inu, bæri hinu framandi landi
ekki of vel söguna. En það var
öðru nær. Hann bar löndum
Ameríku vel söguna, en jafn-
framt sýndi hann fram á, að
ísland hefði líka milda kosti og
gæti framfleytt þjóðinni til
betra lífs en hún hefði áður
þekkt, þ. e. a. s. efnahagslega.
Hann hélt því fram, að ísland
væri „aðdáanlega gott land“, og
hvatti þjóðina til þess að hag-
nýta kosti þess og auðlindir til
hins ýtrasta. Og í þvi sambandi
mælti hann þessar minnisverðu
setningar: