Úrval - 01.12.1961, Side 80

Úrval - 01.12.1961, Side 80
88 ÚR VAL hirðumaður. Það má líka til sanns vegar færa, að hann hafi verið hirðumaður. Hann hugs- aði lítið um útlit sitt, klæðnað eða útgang, en hann hélt dag- bækur í hálfa öld og gætti þess nákvæmlega að halda formi þeirra frá fyrstu síðu til hins síðasta. Hann var mikill vinur l.jóða og orti sjálfur, og margar vísur hans eru kunnar. Hann gat átt það til að vaða inn á gólfið hjá Hólmfríði án þess að þurrka af skónum sinum, slengja sér aftur á bak upp í rúmið, grípa Þorstein eða Einar Bene- diktsson, — en þá dáði hann allra skálda mest, enda kunn- ingi beggja og fylgdarmaður Einars, — og lesa hátt og snjallt, stökkva svo snögglega á fætur og kalla, eins og hann væri á stórfundi: „Mikil andskotans snilld er þetta!“ Hann skrifaði vísur sínar og kvæði í iitlar stílabækur — og faldi þær. Ég reyndi hvað eftir annað að fá þessar bækur, en hann hleypti mér ekki í þær, heldur greip hann þær af mér og las mér sjálfur, og þegar því var lokið, sagði hann: ,,.Tamm.“ — Og svo var það ekki meira. Þegar .Bjarni varð sjötugur langaði mig til að gleðja hann. Gunnar Einarsson prentsmiðju- stjóri hafði samþykkt að gefa út úrval úr vísum Bjarna ogljóðum með formála góðs höfundar. Ég fór til Bjarna og taldi, að hann mundi fagna þessu. En það var öðru nær: „Nei,“ sagði hann. „Ég þykist hafa svo góðan smekk fyrir ljóð, að ég vil elcki gefa út mín kvæði eða vísur..“ Ég reyndi að tala um fyrir honum. En það var næstum eins og hann yrði hræddur við mig. Allt í einu sagði hann: „Ég þarf að fara upp í mýri.“ Og svo hvarf hann. Ég sat eftir með sárt enn- ið. En þá birtist hann allt í einu aftur, og hann var hryggur á svipinn. Þannig hafði ég sjaldan séð hann. Hann gekk til mín, studdi báðum höndum á axlir mér og sagði: „Þú mátt ekki misskilja mig. Ég vildi svo gjarna leyfa þér þetta, bara af því, að ég veit, að þú vilt mér vel. En ég bókstaflega get það ekki.“ — Á afmælisdaginn gaf ég honum vandaða heildarút- gáfu af Einari Benediktssyni. Ég þóttist vita, hvað honum kæmi bezt. Hann tók við bind- unum úr hendi mér og varð næstum því eins og barn í fram- an. Mér fannst hann verða feim- inn, svo að ég fór að hlæja. En hann sagði aðeins og fór var- færnum höndum um bækurnar: „Já, þarna á ég hann þá loksins allan.“ Svo lagðist hann aftur á bak á legubekk og skoðaði bæk- urnar, las á víð og dreif. Það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.