Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 10
20
ÚR VAL
nú orðið er lítið talað um arf-
stofna (gen) á erfðarannsókn-
arstofnunum, þvi að nú hafa
visindamennirnir uppgötvað1
efnið, sem arfstofnarnir eru
gei’ðir úr, efnasamband með dá-
samlega og furðulega uppbygg-
ingu. Það er kallað DNA, sem er
ágætt gælunafn fyrir deoxyri-
bonucleic acid (d. sýru). DNA
hefur fólginn í sér dulmálslyk-
il erfðanna. En það er enn meira
cn það: DNA er sjálf undirstaða
lifsins.
Uppgötvun þessa efnis sem
kjarna alls lifandi efnis er ef til
vill mesta afreksverk vísinda 20.
aldarinnar og ein hinna mest
æsandi vísindalegu leynilög-
reglusagma allra tíma. Þýzki efna-
fræðingurinn Fredericlc Miesc-
her komst að þvi árið 1868, að
dökkt, óuppleysanlegt grugg
varð alltaf eftir, þegar lifræn
efni höfðu verið látin liggja í
sýrum og hrist i eter. Hann
fann grugg þetta í frumum alls
konar dýra og jurta og gizkaði
á, að það stæði i einhverju sam-
bandi við erfðirnar, en hann
slcorti þekkingu til þess að fylgja
þessari tilgátu sinni eftir.
í byrjun 20. aldarinnar beindu
vísindamenn sínum sterkustu
sjónglerjasmásjám að kynfrum-
um ýmissa lifandi vera. Þeir
héldu sig sjá stofna erfðaeigin-
leikanna sem dökka flekki í
frumukjarnanum, í röðum sem
perlur í hálsbandi. En mynd-
irnar voru óskýrar, og vísinda-
mennirnir gátu ekki gengið úr
skugga um, hvað þeir höfðu
raunverulega séð.
En svo voru fundin upp stór-
kostleg rannsóknartæki á ára-
tugunum milli 1940—1950, raf-
eindasmásjár, sem geta stækkað
ofboðslega, og röntgenmynda-
tökutæki, sem geta „séð“ raun-
verulega lögun sameindanna.
Sífellt skyggndust vísindamenn-
irnir dýpra og dýpra, og að lok-
um tókst þeim að rannsaka
guamgæfilega þessa dökku
flekki í kynfrumunum, og nú
sáu þeir skýrt og greinilega
hina risavöxnti DNA-sameind.
Dr. Maurice Wilkins frá
King’s College i Lundúnum, en
hann notaði röntgengeisla í
leit sinni, sá fyrstur manna
móta fyrir frumeinum í DNA-
sameind og kom þá auga á
yndisfagurt form, sem, líktist
gormi í lögun. Árið 1953 tókst
svo þeim dr. James D. Watson
og Francis H. C. Crick frá há-
skólanum í Cambridge að draga
raunverulegan uppdrátt af DNA
og gera sér -grein fyrir þessum
táknum i aðalatriðum. Þetta leit
út eins og fíngerður gormur.
Þetta vakti ofsalega athygli, og
nú rak hver uppgötvunin aðra,
þangað til vísindamönnum tókst