Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 164
180
verkar það lamandi á eggjakerf-
in. Þau munu ekki framleiða
fleiri egg, meðan á þunguninni
stendur. Endir er bundinn á
alla slíka starfsemi, einnig tíð-
irnar.
Getnaðarvarnatöflurnar, sem
innihalda sams konar kvenkyn-
hvata, að vísu úr gerviefni, ná
svipuðum árangri. Þær fram-
kalla sem sagt gerviþungun, ef
svo mætti kalla, eða réttara sagt
fyrstu stig þungunarinnar.
Framleiðsla eggjakerfanna hætt-
ir. Engin egg eru framleidd, og
engin þungun getur átt sér stað
án eggfrumanna. Þegar konur
vilja nota töflurnar sem getn-
aðarvarnir án þess að binda
endi á tiðir, gleypa þær eina
töflu á dag í 20 daga og byrja
á fimmta degi eftir að tíðir
hefjast. Hægt er að binda endi
á tiðir með því að taka töflurn-
ar stöðugt og þá venjulega
stærri skammt.
Strax í byrjun virtust rann-
sóknir við Ortho Research
Foundation, G. D. Searle og aðr-
ar lyfjaverksmiðjur gefa til
kynna, að getnaðarvarnatöflur
myndu geta bundið endi á tíðir
apynja. Dr. Robert W. Kistner
við Harvardlæknaháskólann og
aðrir læknar álitu, að þær kynnu
einnig að geta hjálpað til við
lækningu endomestriosis, en sá
sjúkdómur lýsir sér i þvi, að
ÚRVAL
hlutar af lagi, sem er innan í
leginu, losna, berast til leg-
gangnanna, festast þar og taka
að vaxa. Einnig geta slíkar
vefjaagnir komizt gegnum leg-
pípur inn i kviðarholið utan
legsins eða til annarra hluta
líkamans og vaxið þar sem
harðskeytt illgresi. Stundum
geta þær jafnvel þrengt að nauð-
syrilegum líffærum eða jafnvel
gert þau óstarfhæf. Og úr þess-
um flækingsvef, hvar sem hann
kann að vera staddur i likam-
anum, blæðir mánaðarlega
vegna áhrifa frá hvötum líkam-
ans.
Það er langt siðan læknar
tóku eftir því, að þegar komið
var i veg fyrir tíðir, hætti þess-
um flækingsvef til þess að visna,
deyja og eyðast i líkamanum.
Yfirleitt voru tvær aðferðir til
þess að binda endi á tíðir. Önn-
er fólgin í uppskurði, sem kall-
aður er hysterectomy, en þá eru
eggjakerfin, legið og legpípurn-
ar teknar burt. Hin aðferðin var
fólgin í einni þungun eða fleiri.
Margar konur, sem þjást af
endometriosis, hafa orðið ófrjó-
ar af völdum sjúkdómsins, og i
slíkum tilfellum kom síðar-
nefnda aðferðin auðvitað ekki
til greina.
Dr. Kistner áleit, að til greina
gæti komið að nota stóra
skammta af getnaðarvarnatöfl-