Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 87
HIÐ DULARFULLA FLJÓT AFRÍKU
á hin óþekktu svæði. Ættarhöfð-
ingjar höfðu rænt hann öllu fé-
niætu á teiðinni, Márar höfðu
tekið hann höndum. Oft hafði
hann verið að dauða kominn
vegna sjúkdóma og hungurs. En
samt brauzt hann áfram, þangað
til hans náði loks til Ségou.
Og í dagbók sina skrifar hann,
að þar hafi hann séð „hið tign-
arlega Nigerfijót, sem svo lengi
hafði verið leitað að, þetta fljót,
sem var eins breitt og Thamesá
á móts við Westminster og
streymdi hægt í austuráttH Að
minnsta kosti hafði nú verið
ákvörðuð átt sú sem fljótið rann
i.
Ferðaroaður nútimans, stem
leggur af stað frá Ségou og ekur
veginn niður með ánni, mun
sjá lítil þorp með nokkurra
mílna millibili. Þetta er aðeins
samsafn leirkofa, en upp yfir
þá teygja sig bænaturnar Mú-
hammeðstrúarmanna, sem eru
þó ekki hærri en 15 fet. Sum
þorpin eru umkringd veggjum,
en slikt eru leifar frá þeim tíma,
þegar Arabar, Márar og aðrir
komu þeysandi utan úr eyði-
mörkinni og hnepptu hina l'rið-
sömu, svörtu bændur í ánauð
eða myrtu þá. Þegar billinn
stanzar í þorpum þessum, um-
kringja hann nú ungar stúlkur
með nakin brjóst, allsnakin börn
og hrukkótt gamalmenni og stara
103
með vingjarnlegri forvitni á
hvíta ferðamanninn.
Við sólarlag', hið stórkostlega
afríska sólarlag, logar himinninn
i rauðum og appelsínugulum,
bláum, purpurarauðum og fjólu-
bláum litbrigðum. Hiti og erfiði
dagsins gleymist sem snöggvast,
þegar billinn stanzar og allir
stiga út, snúa sér i átt til Mekka
og beygja höfuð sín i duftið.
Grimmdarlegur marabout, hinn
belgi maður Múhammeðstrúar-
innar, veinar bænir sínar á ara-
bisku. Síðan skellur myrkrið á.
Nóttin kemur snögglega i nánd
við miðbaug. Bíllinn leggur af
stað á nýjan leik, hristist eftir
vegunum í kolniðamyrkri,
þangað til hinn dofni ferðamað-
ur kemur til Mopti um miðnætti.
Mopti er bær við ármót Níger-
fljóts og Bani, einnar hinna
miklu þveráa þess, en Bani kem-
ur upp i sunnanverðu Malíríki
og á Fílabeinsströndinni. Þetta
er afrísk útgáfa af Feneyjum,
þar eð bærinn e,r byggður á
eyjum með brúm á milli, en
síki og sund liggja i allar áttir.
Hópar eintrjáninga streyma fram
hjá, en sumir þeirra eru allt
að 60 fet á lengd. Svo mikil
fiskveiði er i Nígerfljóti og
Bani, að Maliríki tekst það, einu
þessara Vestur-Afrikuríkja, að
flytja út mikið magn af þurr-
kuðum fiski, þótt það sé að öðru