Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 52
68
Þetta var gert, og innan fárra
daga var Jackie aftur orðin eins
og hún átti aS sér.
SíSan frétti hafnarstjórinn, að
sézt hefði til skemmtiveiði-
manns, sem hefði verið að beita
stóran öngul með makríl; hefði
hann kastað beitunni í áttina til
hinnar grunlausu og gæfu Jac-
kie.
Jackie var frjáls allra sinna
ferða, og gerði hún höfnina að
heimili sinu. Hún lét sér jió ekki
nægja, að gerast sníkjudýr hjá
vinum sínum i landi, heldur fór
hún á veiðar daglega allt út að
hafnargarðinum, og stundum
sást hún ekki dögum saman, ]ieg-
henni bárust ekki nein kunnug-
leg hljóð né þekktnr þefur úr
landi.
Þá fór hafnarstjórinn ætíð út
á endann á hafnargarðinum að
nokkrum dögum iiðnum. Hann
var með stórt gjallarhorn með
sér og kallaði nafn hennar. Ef
hiin heyrði til hans, synti hún
til h ans á mikilli ferð, skreið í
land og kastaði sér við fætur
honum og rumdi af ánægju.
Síðari hluta l)essa gullna
sumars sáust stórir, rauðir
blettir úti í hinum tæra flóa.
Þetta virtust vera blóðblettir.
En gamlir fiskimenn, sem
þekktu tit leyndardóma sjávar-
ins, þekktu þá ofur vel. Þetta
ÚR VAL
voru sendiboðar hinnar rauðu
byigju dauðans.
Við sérstakar veðurfarslegar
aðstæður fjöigaði svifinu, sem
myndaði þessa rauðu bletti, svo
ofboðslega, að þessi rauða bylgja
komst alveg upp að austurströnd
flóans. Sumar tegundir þessa
svifs voru eitraðar. Allt hafði
það ægileg áhrif á líf fisk-
anna. Hin ofboðslega fjölgun
þess dró aiit súrefnið úr sjáv-
arvatninu, og fiskarnir, sem
lokuðust inni á þessum svæðum,
dóu köfnunardauða, hvort sem
um var að ræða stóra hákaria
eða örlitla „blaasop“.
Fiskana rak svo dauða að
landi þúsundum saman austan
megin flóans. Rotnunarlyktin
barst yfir allan skagann og jafn-
vel allt til Höfðaborgar, sem var
um 20 milur í burtu.
Jackie var að vísu spendýr,
sem andaði að sér lofti, en samt
olli hið rauða svif inni í tiöfn-
inni erfiðleikum, og því afréð
hún að synda langt út í flóa,
þ.-e. a. s. út að hinu opna hafi.
Húsbóndi hennar sá hana
leg'gja af stað og bað þess heitt,
að liún slyppi undan voðanum.
Síðan reyndi hann að hugsa
ekki lengur um hana, því að nú
hafði hann um nóg annað að
hugsa. Rauða svifbylgjan hafði
valdið vandræðaástandi hjá
fiskimönnunum.