Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 103
ÓGLEYMANLEGUfí MAÐUR
119
hann síðan íhugandi, en svo brá
hann við hart og leit á mig,
mælti lítið eitt hikandi og þó
háróma: „Átt þú þess kost að
ganga með mér inn á Öldu og
klifa upp i heimkynni mín hér
í þessum stoltaralega bæ?“
„Huh, já, ég held það nú!
Ekki ætti að standa á mér, þegar
slíks er kostur.“
Hann lét gleraug'un siga nið-
ur fyrir augun, en bros lék á iiý
um varirnar og munnvikin, og
eftir augnabliksþögn mælti hann
djúpum rómi:
„Fáir kvöddu mig svo forð-
um,“ sagði skessan, og trúað
gæti ég því, að ekki byggi í þér
minna hyggjuvit og kraftur en í
þeim velflestum, sem eru há-
leggjaðri. Komdu þá!“ Og hann
tók eitt af sínum snöggu við-
brögðum.
Við héldum af stað, og ég
sagði:
„Það lízt mér, Sigfús, að skæð
gætu þau hafi orðið, viðbrögð-
in þín, ef þú hefðir gengið til
vígs með vopn í hendi. Sýnd-
ust tvo á lofti, segir í fornum
sögum.“
Hann nam staðar og glotti nú
við tönn. Höfuðið reis, svo sem
hálsinn og hálflotnu herðarnar
leyfðu, hann lyfti stafnum, rétti
fram beinan handlegg og skólc
harðkrepptan hnefann, mælti
síðan og talaði allhátt, enda
enginn nærri:
„Og þú heldur það .. . „Varð-
mönnum leizt ekki á hnefann,“
kvað Grímur á Bessastöðum, og
sú hefur gjarnan orðið raunin,
þegar Sigfús frá Eyvindará
hefur orðið fyrir aðkasti þeirra,
sem hafa boðið fínni flik og
sýnzt meiri á velli, að hnefinn
hefur vakið þeim nokkra ógn —
ekki sízt þegar hann hefur ver-
ið innsigli stuðlaðs svars eða
ávarps.“ Hann skaut upp gler-
augunum og hélt síðan áfram:
„Það var eitt sinn, að sex feta
bokki, vel vembdur, stóð innan
við búðarborðið hér á Seyðis-
firði og hrakyrti Sigfús frá
Eyvindará fyrir auðnuleysisráf
og hjátrúardýrkun. Þá vatt Sig-
fús sér gegnum glottaralegan
og brjóstfeginn áheyrenda
skarann inn að búðarborðinu,
lagði á það krepptan bnefa,
beindi sjónum að risanum og
mælti:
Þú, sem vita þykist allt,
hjá þessum búðardiski,
æran þín er eins og salt,
sem áður var i fiski.
Það varð hljótt i krambúð-
inni, og það vildi svo einkenni-
lega til, að hann átti skyndilega
erindi inn i pakkrúmið, sá
dreissugi vembill. Þá kvað við
hlátur frá þeim, sem utanborðs