Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 28
ENJULEGA myndi
slík yfirlætislaus til-
kynning einhvers
staðar aftur á 30. síSu
blaðsins draga að sér
harla litla athygli, en þetta er
mjög léleg fréttavika, og ritstjór-
inn hefur sent blaðamanninn út
af örkinni í fréttaöflunarskyni.
Viðvíkjandi ofangreindri dánatil-
kynningu mætti gefa eftirfarandi
skýringu:
Fyrir nokkrum mánuðum (þ. e.
síðari hluta árs 1961. Þýð.) urðu
flestir þegnar Indlands og ná-
grannarikisins Nepals sannfærðir
um, að heimurinn myndi farast
þ. 3. febrúar 1962. Þjóðir þessar
eru meðal þeirra, sem mest trúa
á stjörnuspádóma. Samkvæmt
þeirra áliti voru „pláneturnar"
níu, þ. e. Marz, Saturnus, Júpiter,
Merkúr, Venus, sólin og tunglið.
Tunglið var þrígilt: eitt gildið
var tunglið sjálft, annað gildið
var vaxandi tungl og þriðja gild-
ið minnkandi tungl. Stundum
virtust sumar þessara pláneta
nálgast hver aðra, þ. e. þær báru
hver í aðra, líkt og þær væru
festar á risavaxna spýtu, er stæði
út úr Jörðinni. Stundum var slílc
innbyrðis afstaða þeirra hagstæð,
en stundum alveg óskaplega óhag-
stæð. Verri hefði afstaðan varla
getað verið en þann 3. febrúar
1962. Svo óhugnanlega óhagstæð
haíði stjarnfræðilega afstaðan
Ú R VA L
ekki verið síðustu 5.000 árin.
Hvorki meira né minna en átta
plánetur bar hverja í aðra, og rétt
á eftir skyggði tunglið á sólina
og framkallaði sólmyrkva. Þar
að auki gerðust öll þessi ósköp í
stjörnumerki steingeitarinnar,
sem stjörnuspámenn hafa mikinn
ýmugust á.
En það var ekki svo að skilja,
að allir indverskir stjörnuspá-
menn hafi talið, að Jörðin myndi
raunverulega farast þann 3. febr.
Margir spáðu því aðeins, að þá
upphefðist byrjunin á endinum,
svo sem jarðskjálftar, flóð, stríð,
drepsóttir og eldsvoðar. Kaiser
Shamsher Jung Bahadur Rana,
hermarskálkur í Nepal, sá aðeins
fyrir eldsvoða, þótt hann bætti
því við, að 3. febrúar kynni að
„boða komu nýs tímabils auk-
inna kvenréttinda“. Nehru for-
sætisráðherra Indlands hélt því
fram, að ekkert sérstakt ógnvæn-
legt myndi gerast þennan örlaga-
þrungna dag. „Fyllizt ekki ofsa-
hræðslu vegna þessara spádóma,“
sagði hann. „Við sköpum okkur
örlögin sjálf.“
En samlandar hans voru alls
ekki eins vissir og hann. Það
dofnaði óskaplega yfir öllum við-
skiptum í kauphöllinni í Nýju
Delhi, og eftirfarandi setning
kvað sífellt við: „banh kay toe
sath nahi lay jai gay“, sem þýð-
ir á hindi: „Þú getur ekki tekið
44
$
V