Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 47
SLANGAN í SVEFNPOKANUM
63
hann vissi, að hann yrði að
Iáta sig stirðna upp, þegar þessi
hreistrugi skrokkur iðaði fram
hjá kinn hans á leiðinni ofan í
pokann. Honum fannst heil
eilífð liða, þangað til ég hróp-
aði til hans um morguninn,
hvort hann ætlaði aldrei að
drattast á fætur.
A1 staðhæfði, að hann væri
alveg vinnufær strax þá um dag-
inn. Hann aðstoðaði mig því,
þegar ég setti mig í samband
við aðalstöðvarnar í Baloba um
kvöldið. Nú var ekki lengur nein
þörf fyrir að kalla á hjálp. Þess
í stað hóf ég bara máls og til-
kynnti: „Það er allt í lagi!“ Og
svo bað ég þá bara að kasta til
okkar nýjum birgðum.
»»««
Laxar með senditæki.
Ferðir laxins og líf hans í sjónum er vísindamönnum enn að
ýmsu leyti ráðgáta, sem þeir glima mikið við að leysa, Banda-
ríkjamenn verja sem kunnugt er, miklu fé til alls konar fiski-
rannsókna og eru komnir þar allra þjóða lengst í mörgum
greinum.
Laxagengd í sumar beztu veiðiár á vesturströnd Bandarikj-
anna hefur minnkað svo mikið síðari árin að stór hætta var talin
á að stofninn mundi deyja út. Það var því ekki um annað að
ræða en að koma náttúrunni til hjálpar, með þvi að ala upp
seiði i stórum stil og sleppa þeim í ámar. Sama máli gegndi
um mörg stöðuvötn í námunda við stórborgir; þar er veiði-
álagið svo mikið, að náttúran getur ekki haldið fiskistofnunum
við hjálparlaust.
1 sambandi við rannsóknir á laxagöngum í Kolumbíufljótinu
hefur t. d. það ráð verið tekið upp, að festa lítið senditæki við
nokkra fiska, sem sleppt er aftur, og fylgja þeim svo eftir á
báti, sem hefur móttökutæki innanborðs. Má með þeim hætti
fá ýmsar gagnlegar upplýsingar um ferðir laxanna, hve djúpt
þeir synda, hve langt þeir fara á tilsettum tíma, hve hratt þeir
synda á ýmsum tímum sólarhringsins og hvernig þeir haga sér
við rafstíflur og fiskvegi. Er vitneskja sú, sem með þessu fæst,
talin mjög mikilvæg, með hliðsjón af þeim bendingum, sem hún
gefur um, hvar koma skuli fyrir rafstiflum og fiskvegum.
(Veiðimaðurinn).