Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 101
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
117
ckki vildi láta kalla sig gamlan,
horfði nú á cftir frúnni, liafði
og snúið sér við til hálfs, svo að
ég sá andlit lians að nokkru frá
lilið. Hann virtist ærið brúna-
þungur og þó eins og teygt væri
á andlitinu, og mér flaug i hug,
að hann þættist ekki hafa gert
frúnni þau skil, scm lionum lík-
uðu. Hann þrcif upp úr vasa sin-
um munntóbakshönk, fann þar
spotta, stakk honum upp i sig,
sneri §iðan upp á hann með
hörðum rykk og klippti af hon-
um bút með tönnunum. Síðan
leit hann jafnsnöggt við mér og
styggur hestur, sem verður allt
í einu var við mann mjög nærri
sér. Og' nú gat ég virt rækilega
fyrir mér ásýnd þessa manns.
Hann var langleitur og frekar
mjóleitur, ennið hátt óg aftur
dregið, þar sem það hvarf und-
ir hattbarð, brúnirnar miklar
og hvassar, nefið hétt og þunnt
kónganef, kinnbeinin frekar liá,
munnurinn varaþunnur og svo
samanherptur, að brúnir taum-
ar runnu þegar út úr báðum
munnvikum niður á langa og
og sterklega hökuna. Á efri vör
var hvítt yfirskegg, með gul-
bleikri ikembu og var lítið eitt
snúið upp, á oddana. Blá gler-
augu huldu augun og var þar
öðrum megin gilt og blakkt segl-
garn í stað spangar. Hálsinn var
gildur og sinaber, um hann lág-
ur, gulnaður gúmflibbi, sem í
var fest svartröndótt, lítið eitt
blettuð og auðsæilega upplituð
slaufa. Skyndilega skaut maður-
inn vinstri vísifingri undir gler-
augun og ýtti þeim upp svo
hvatlega, að hatturinn lyftist og
þokaðist aftar á höfuðið. Kom
þá i ljós, að ennið var enn
hærra en mér hafði virzt i
fyrstu og mjög að sér dregið •—
og að kollvikin voru óvenju
stór. Og svo voru það þá augun,
þau voru grá, allsollin, en þó
ýkjabjört — og hvöss að sama
skapi. Hvorugur okkar hafði
mælt orð að vörum, en nú brá
maðurinn grönum og sag'ði fast-
mæltur og seinmæltur, og um
leið brá fyrir spotzku bliki í
augunum:
„Ég hugði, að sá, er á eftir mér
færi svo óðslega, væri einn af
þessum ieggjalöngu og háls-
teygðu jungkærum, sem verða
að sýna yfirburði sína yfir okk-
ur hina með því að geysast
fram úr okkur á förnum vegi.
Hver er maðurinn? — með leyfi
að spyrja.“
„Guðmundur Gíslason Hagalin
heiti ég — og er frá Lokin-
hömrum í Arnarfirði.“i
„Ójá, menn hafa verið vestur
þar, sem að hefur kveðið, bæði
fyrr og síðar, og sögur hafði
skáldið Þorsteinn Erlingsson
þaðan að seg'ja. Eruð þér máski