Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 95
111
NÚ HAFA VEGGIRNIR EYRU!
sendir hann einnig.
Þessi örsmáa móttökustöS tek-
ur á móti útvarpssendimerki,
sem beint er til hennar, og breyt-
ir því í raforku. Orkuframleiðsl-
an er ekki mikil, en þó nægileg
tii þess aS knýja örlitla sendi-
stöS.
Sá hluti litla hljóSnemans, þ. e.
sendistöSin, útvarpar síSan sam-
talinu, sem á sér staS í herberg-
inu, allt upp í mílufjórSung veg-
ar að minnsta kosti, stundum þó
miklu meiri yegalengd, en þar
tekur fullkomin móttökustöð við
efninu og skráir þaS á segulræmu.
Leyndardómur arnarmerkisins
var aðeins uppgötvaður af tilvilj-
un einni, þegar loftskeytamaður,
sem vann viS brezka sendiráðið í
Moskvu, náði af tilviljun einni
slíkri sendingu í tæki sin.
Sérfræðingar, sem fást við að
ieita aS' hlustunarútbúnaði, sem
komið hefur verið upp í njósna-
skyni, hafa nóg að gera við aS
hafa uppi á dverghljóðnemum,
sem hægt er að fela á ótal stöðum,
inni í veggjum, undir gólffjölum
eða innan um blóm í blómavös-
um. ViS suma eru festar litlar
sogskálar, svo að hægt er að festa
þá undir stóla og skrifborö eða á
bak við myndir eða gluggatjöld.
Hægt er að dulbúa þá sem ljósa-
útbúnað eða hausa á nöglum, sem
notaðir eru til þess að festa gólf-
teppið við gólfið. ÞaS er engin
furða, að í brezka sendiráðinu í
Moskvu er nú sérstakt, hljóðhelt
herbergi, sem byggt hefur verið
innan í einu hinna venjulegu her-
bergja sendiráðsins. Einnig er
hægt að gera það útvarpsbylgju-
helt með því að vefja utan um
það sérstöku vírneti, sem engar
útvarpsbylgjur geta komizt í
gegnum.
ÞaS virðist ekki vanþörf á
slíku, því að menn, sem rann-
sakað hafa þetta fyrirbrigði á
vegum Bandaríkjastjórnar, hafa
fundið meira en hundrað leyni-
leg hlustunartæki í sendiráðum
um viða veröld.
Uppfinning „transistoranna“
gerði framleiðslu dverghljóðnem-
anna mögulega, en „transistorar"
eru örsmá tæki, sem koma í stað
útvarpslampa og dverglampa, og
var fyrst byrjað að framleiða þá
á stríðsárunum sem hluta af rat-
sjárútbúnaði, sem komið var fyr-
ir í loftvarnasprengjum og kom
þeim til þess að springa nálægt
sprengjuflugvélunum. Auk notk-
unar við hernaðarnjósnir hefur
dverghljóðneminn reynzt liðtæk-
ur við iðnaðarnjósnir, einkum í
efna-, byggingar- og tízkuiðnað-
inum. Þeim hefur meðal annars
veriS komið fyrir í fundarher-
bergjum, rannsóknarstofum og
tilraunaskálum. Einnig hefur ver-
ið notaður örsmár rafeindaút-
búnaður, sem hægt er að fela