Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 50
66
ÚRVAL
opinberum mótmælum almenn-
ings, sérstaklega þegar rotaíSa
og hálfdauða seli rekur upp á
hvítu sandana við Muizenberg,
sem er vinsæll baðstaður utar
með ströndinni.
Þeir einu, sem gleðjast yfir
þessum árlegu drápum, eru
mennirnir, sem hafa fiskveiðar
að atvinnu, en þeir halda þvi
fram, að selirnir reki fisktorf-
urnar út úr flóanum, auk þess
að éta geysilegt magn af fiski,
sem fiskimönnunum tækist ann-
ars að veiða og selja.
Stundum glefsa selirnir í fiska
á færum veiðimannanna eða
flækjast i netjum þeirra, og því
kemur það stundum fyrir þrátt
fyrir verndunina, að fiski-
mennirnir ráðast gegn selun-
um með bareflum og aðgerðar-
hnífum, þegar þeir finna selina
í netjunum eða þeim skýtur
upp rétt við bátana, eftir að
hafa gætt sér á fiskinum á
önglunum.
Van Riet áleit, að Jackie hefði
orðið fyrir slíku óhappi. Hún
hafði verið heppin að sleppa
lifandi, enda þótt hann óttað-
ist, að hún hefði misst sjónina
á vinstra auganu. Hann tók eft-
ir því, að hún sneri höfðinu svo
einkennilega, þegar hún greip
fiskana, sem hann kastaði til
hennar.
Nú þurfti Jackie ekki annað
en að heyra rödd liafnarstjórans
til þess að synda strax í áttina
til hans, en það leið langur
timi þangað til hún yfirvann
ótta sinn í svo ríkum mæli, að
hún leyfði honum að klappa sér.
Um þetta segir van Riet: „Hún
hegðaði sér alltaf á sama hátt
á eftir: hún kafaði aftur niður
í sjóinn, kom svo upp og þvoði
sér vandlega með framhreifun-
um, alveg eins og köttur. Síðan
lagðist hún á bakið og þvoði
sér með afturhreifunum. Hún
gat beygt þá svo geysilega, að
hún gat þvegið sér um bakið
með þeim.“
Það virtist sem hún gæti ekki
þolað snertingu mannsins, þeg-
ar hiin var komin í sitt rétta
umhverfi.
Brátt hafði Jackie tekizt með
töfrum sinum að verða uppá-
hald allra við flóann. Börnin
tilbáðu hana. Hún tók svo var-
lega við fiskinum, sem þau réttu
að henni, þótt tennur hennar
hefðu getað rifið handleggina
af þeim með einu biti.
Vináttutengslin milli selsins
og hafnarstjórans urðu sífellt
sterkari. Þau voru jafnvel sterk-
ari en eðlislæg græðgi selsins.
Jackie þurfti ekki annað en að
heyra rödd hans, jafnvel þótt
hún væri að því komin að þiggja
fisk af einhverjum. Þá hvarf hún