Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 102
118
ÚR VAL
ritsíjórinn, sem ég hef heyrt að
hingaS sé kominn?“
„Jú, jú ... En þér? Ég heyrði,
að frúin kallaði yður Sigfús, og
mér datt í hug . . . Já, þess
vegna stanzaSi ég hérna, — mér
datt í hug bók eftir AustfirSing,
Sigfús aS nafni. Hún heitir
Dulsýnir.“
ÞaS brá fyrir einhverju tví-
ræSu í augunum gráu, og' rödd-
in var svolitiS hikandi, þegar
maSurinn spurði:
„Þér hafið þó vist ekki lesið
það kver?“
„Jú, og ég man vel frásagnar-
háttinn og þann svip, sem er á
sögunum, svo að ég hefði ekkert
á móti að kynnast söguritaran-
um.“
MaSurinn steig feti nær mér.
Nú bjarmaði i augunum, og
hann mælti og brá vinstri hendi
upp í yfirskeggið, strauk þaS
gildum, hnúaberum og blökknm
fingrum:
„Þetta þykja mér mikil tíð-
indi. Jú, því er ekki að leyna,
að ég er sá Sigfús frá Eyvindará,
sem það kver hefur krotaS.“
„Einhvern hef ég heyrt fleygja
því, að þú hafir krotað eitt-
hvaS fleira.“
Hann þagði, lyfti brúnum,
voru drjúgar hrukkur á enninu,
svipurinn óræður og þó ekki
laus við tortryggni. Snöggvast
brá maðurinn krepptum fingri
upp á hægra augnalokið og
þrýsti. SiSan breiddist skyndi-
lega hýrubros yfir allt andlitið,
var sem sól léki þar i hverri
hrukku. Og hann sagði drjúg-
mæltur — og í fyrstu var sem
hann stiklaði á orSunum:
„Á, hefur maðurinn — hefur
þú heyrt því fleygt? Mörgu
kynni að vera meira logiS á
þessum tímum kjaftháttar, lygi
og yfirdrepskapar. En þá mundi
nú slúðurkerlingum og státhön-
um hér í bæ og víðar um Aust-
urland þykja dálega skipast og
með ólíkindum, ef Drauga-Fúsi,
sera sumir kalla, hlyti áður en
yfir lýkur hróður ungra og heil-
huga menntamanna af rjátli
sinu i sagnaleit um byggðir
Austfirðinga. Ekki þar fyrir:
Margan hef ég manninn hitt,
sem virðir þá viðleitni að
bjarga andlegum kynkvistum
heilskyggnrar alþýðu og afreka-
sögu afarmenna í búandaltufli,
grafa upp og ganga á reka og
forða ýmsu þvi, sem belgings-
oflátar vélhyggju og dindil-
menni erlendrar grunnfærni
hafa keppzt við aS bera út, urðu
gífuryrðum fávizku sinnar og
glópsku og hrinda fyrir björg
vélgengra fordóma.“ Meðan
hann sagði síðustu setningarnar
horfði hann niður á hönd sina á
stafnum, og það brá' skugga á
andlitið. Nokkur andartök stóð