Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 94
IVú hafa veggirnir eyru
_________ Eftir Richard Egan. __
Nú geta geysilega næmir, örsmáir hljóönemar,
faldir í veggjum, skýrt frá öllu, sem
rætt er um i einkaskrifstofunni.
Ð baki dyra sendiráðs
Bandaríkjanna í Moskvu
stóð yfir mjög þýðingar-
rnikill leynifundur. George F.
Kennan, sendiherra, hélt að
minnsta kosti, að hann væri
leynilegur. En sovézkir njósnarar
heyrðu hvert leynilegt orð, sem
þar var mælt. Það má kalla það
kaldhæðni, að „svikarinn“ á
fundi þessum, var sjálft merki
Bandaríkjanna, örninn, sem
Rússar höfðu gefið bandariska
sendiráðinu i Moskvu. Njósna-
hljóðnemi hafði verið falinn inn-
an í fuglinum af sovézkum njósn-
urum, þegar merkið hafði verið
sent í hreinsun og viðgerð árið
1952.
í heimi alþjóðlegra njósna er
leynilegi hljóðneminn orðinn að
mikilli ógnun. Það er erfitt að
finna rafeindaútbúnað svipaðan
þeim, sem falinn var í arnar-
merkinu. Það er ekki um neina
víra né aðrar leiðslur að ræða,
sem bent geti til hins leynilega
tækis, og nýjustu gerðirnar eru
ekki eins stórar og sexpensa-
peningur.
Þar að auki þarfnast hljóð-
neminn engra rafhlaðna. Hann
fær orku sína frá bylgju, sem
beint er að honum frá stærra
senditæki í byggingu í nágrenn-
inu eða bifreið með talstöðvar-
útbúnaði.
Leyninafn Rússa á hljóðnema
þessum er Koyla, sem þýðir svip-
að og „Charlie“ (Kalli). Hljóð-
nemi þessi er í rauninni fremur
minnkuð útgáfa af útvarpsstöð
en venjulegur hljóðnemi, þvi að
hann heyrir ekki aðeins, heldur
110
— W eekend —