Úrval - 01.03.1963, Qupperneq 67
83
ÁFENGIÐ OG LlFIÐ
kunni að vita það, að einn fjórði
hluti heilafrumanna eru hömlu-
frumur. í raun og veru er þetta
auðskilið, þvi að jafnvel svo
algengt starf sem það, að ganga
eftir beinni braut, útheimtir
gott lag á hömlunum, ella slangr-
ar maðurinn sitt á hvað milli
vegbrúnanna, þar til hann
hafnar stundum í skurðum eða
skólpræsinu. öll andleg og lík-
amleg einbeiting, og öll nýsköp-
un listaverka eða annarrar
framleiðslu þarfnast þess, að
hömlurnar séu i lagi, en á-
fengið ólagar þær fyrst og síð-
an allt annað á eftir. Maðurinn
verður allur meira eða minna
úr lagi færður á bráðabirgða-
lokastigi brennivínsdauðans,
þegar nóg hefur verið sopið.
í byrjun ölvunarinnar líður-
manninum samt vel, því að
áhyggjur hans og kviði leysist
upp í vínandanum og sömuleið-
is þær hömlur, sem heilbrigð, ó-
kennd sjálfsgagnrýni stuðlar að.
Séu nú menn meira eða minna
sefaveiklaðir, eru áhyggjur
þeirra að sama skapi meiri og
kvíðinn, sem oft er samfara
miskunnarlausri sjálfgagnrýni,
en henni valda oft óhóflegar
kröfur, sem þeir gera til sjálfra
sín, til þess að vega upp á móti
minnimáttar- og vanmetakennd-
inni, sem á sér oft langa for-
sögu. Slíkum mönnum verður
áfengið ósegjanlegur léttir, en
aðeins i bili. Fylgifiskar timb-
urmannanna, sem á eftir fara,
eru oft stórauknar áhyggjur og
kviði og ennþá miskunnarlaus-
ari sjálfgagnrýni, — svonefndir
„móralskir“ timburmenn. Það
reynist þeim þvi skammgóður
vermir að hella í sig áfengi.
Samt flýja þeir oft undan harð-
stjórn eigin sefjaveiklunar eða
gera uppreisn gegn henni með
því að leita á náðir áfengisins
og hlíta forustu þess. Upphefst
þá sá vítahringur, sem áfengis-
ofdrykkja er. Nýlegar sálpróf-
anir hafa leitt í ljós, að þau sefa-
og geðveiklunar einkenni, sem
mest ber á í fari ofdrykkju-
manna, eru fyrst og fremst dul-
búið þung'lyndi, öðru nafni lífs-
leiði. Þar næst ýmis geðveiluein-
kenni, svo sem óeðlilega mikill
uppreisnarandi, sem oft er líka
dulbúinn, bæði gegn fjölskyld-
um þeirra og þjóðfélagi, en þó
aðallega geg'n eigin heilbrigði
og lífsgleði, oft samfara duldum
meinlæta- og píslarvættiskennd-
um, sem þeir hafa öfugsnúna
nautn af, því að í rauninni er
þeim það oft mikil nautn að fara
illa með sig og vorkenna sjálf-
um sér eða fá aðra til að vor-
kenna sér.
Hófdrykkjan er líka oftast
skaðleg, þótt í mun minna mæli
sé. Henni fylgja oft vökur fram